Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum en síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi. Klukkan 21 í gær var ísröndin í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er vakin athygli á því að spáð er allhvassri vest-suðvestan átt á svæðinu og gæti ísinn þá færst nær landi.
Meðfylgjandi kort sýnir ísbrúnina sem varðskipið Týr fylgdi eftir aðfaranótt laugardags. Íshrafl og ísmolar geta verið utan svæðisins. Nokkur skip eru á veiðum við ísröndina.
Meginrönd hafíssins lá um eftirtalda punkta:
- 67°04´N – 023°40´V
- 66°59´N – 023°30´V
- 67°01´N – 023°47´V
- 66°45´N – 024°20´V
- 66°49´N – 024°40´V
- 66°11´N – 026°50´V
- 66°17´N – 027°24´V – Þaðan liggur ísinn til vest-suðvesturs.
