Kínverjar bjóða Norður-Kóreu aðstoð vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 17:38 Norður-kóresk landamærastöð handan hlutlausa svæðisins á mörkum Norður- og Suður-Kóreu. Óstaðfestar fregnir hafa verið um að norður-kóreskum landamæravörðum hafi verið skipað að skjóta hvern þann sem reynir að fara yfir landamæri landsins að Kína vegna faraldursins. Vísir/EPA Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí. Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí.
Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00
Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02