Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2020 22:30 Hrísey virðist vera vannýttur ferðamannastaður Vísir/Friðrik Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira