Ólöf Helga heim til Grindavíkur: „Hef þjálfað þær margar með góðum árangri“ Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 22:32 Ólöf Helga Pálsdóttir er öllum hnútum kunnug hjá Grindavík. MYND/GRINDAVÍK Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Grindavík og mun stýra liðinu í 1. deild á næstu leiktíð. Hún gerir þriggja ára samning við félagið eða til vors 2023. Ólöf Helga er Grindvíkingum að góðu kunn. Hún lék upp alla yngri flokka hjá félaginu og var lykilleikmaður í meistaraflokki félagsins um árabil. Hún hefur síðustu tvö tímabil þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Haukum í Dominos-deildinni en var áður sigursæll þjálfari í yngri flokkum hjá Grindavík. Hún tekur við Grindavík af Jóhanni Árna Ólafssyni sem stýrði liðinu upp úr 1. deild á sinni fyrstu leiktíð með liðinu en liðið hafnaði svo í neðsta sæti Domino's-deildarinnar í ár. „Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið til að hjálpa við uppbyggingu míns uppeldisfélags og get ekki beðið eftir að hitta stelpurnar og byrja. Ég hef þjálfað þær margar áður með góðum árangri og ég efast ekki um að getum haldið áfram góðu samstarfi. Grindavíkurhjartað er sterkt og það er frábært að vera orðin aftur hluti af þessari öflugu körfuboltafjölskyldu í Grindavík,“ segir Ólöf Helga. Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er afar ánægður að endurheimta Ólöf Helgu aftur heim til Grindavíkur. „Ólöf er gríðarlega flottur þjálfari sem hefur safnað reynslu og er komin aftur heim. Við treystum henni fyrir þessu krefjandi verkefni og það verður mjög gaman að fylgjast með stelpunum á komandi tímabilum með Ólöfu í brúnni.” Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Daníel áfram með karlalið Grindavíkur en Jóhann hættur með kvennaliðið Þrátt fyrir að hafa reynt að fá Finn Frey Stefánsson verður Daníel Guðni Guðmundsson áfram með karlalið Grindavíkur í körfubolta. Grindvíkingar þurfa hins vegar að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 8. maí 2020 11:07 Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. 28. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Grindavík og mun stýra liðinu í 1. deild á næstu leiktíð. Hún gerir þriggja ára samning við félagið eða til vors 2023. Ólöf Helga er Grindvíkingum að góðu kunn. Hún lék upp alla yngri flokka hjá félaginu og var lykilleikmaður í meistaraflokki félagsins um árabil. Hún hefur síðustu tvö tímabil þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Haukum í Dominos-deildinni en var áður sigursæll þjálfari í yngri flokkum hjá Grindavík. Hún tekur við Grindavík af Jóhanni Árna Ólafssyni sem stýrði liðinu upp úr 1. deild á sinni fyrstu leiktíð með liðinu en liðið hafnaði svo í neðsta sæti Domino's-deildarinnar í ár. „Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið til að hjálpa við uppbyggingu míns uppeldisfélags og get ekki beðið eftir að hitta stelpurnar og byrja. Ég hef þjálfað þær margar áður með góðum árangri og ég efast ekki um að getum haldið áfram góðu samstarfi. Grindavíkurhjartað er sterkt og það er frábært að vera orðin aftur hluti af þessari öflugu körfuboltafjölskyldu í Grindavík,“ segir Ólöf Helga. Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er afar ánægður að endurheimta Ólöf Helgu aftur heim til Grindavíkur. „Ólöf er gríðarlega flottur þjálfari sem hefur safnað reynslu og er komin aftur heim. Við treystum henni fyrir þessu krefjandi verkefni og það verður mjög gaman að fylgjast með stelpunum á komandi tímabilum með Ólöfu í brúnni.”
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Daníel áfram með karlalið Grindavíkur en Jóhann hættur með kvennaliðið Þrátt fyrir að hafa reynt að fá Finn Frey Stefánsson verður Daníel Guðni Guðmundsson áfram með karlalið Grindavíkur í körfubolta. Grindvíkingar þurfa hins vegar að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 8. maí 2020 11:07 Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. 28. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Daníel áfram með karlalið Grindavíkur en Jóhann hættur með kvennaliðið Þrátt fyrir að hafa reynt að fá Finn Frey Stefánsson verður Daníel Guðni Guðmundsson áfram með karlalið Grindavíkur í körfubolta. Grindvíkingar þurfa hins vegar að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 8. maí 2020 11:07
Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. 28. febrúar 2020 13:00