Enginn Benni, Ingi eða Finnur að þjálfa hjá KR í fyrsta sinn í þrjá áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 10:30 Ingi Þór Steinþórsson, Finnur Freyr Stefánsson og Benedikt Guðmundsson. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn frá KR á dögunum og í gær þá hætti Benedikt Guðmundsson líka. Þetta eru tveir af reyndustu og sigursælustu þjálfurum KR frá upphafi. Finnur Freyr Stefánsson er líka á heimleið en fór ekki aftur í KR heldur tók við þjálfum meistaraflokks karla hjá Val. Enginn þeirra þriggja verður því að þjálfa í DHL-höllinni tímabilið 2020-21. Þessir þrír hafa allir unnið frábært starf hjá KR undanfarna áratugi, bæði hjá meistaraflokksliðunum en líka hjá yngri flokkunum. Fjölmargir titlar hafa komið í hús bæði hjá meistaraflokki sem og yngri flokkum. Það eru nefnilega ekki margir körfuboltamenn í KR sem hafa ekki verið þjálfaðir af einum þeirra og fjölmargir hafa spilað fyrir þá alla. Finnur Freyr, Ingi Þór og Benedikt eru líka þeir þrír þjálfarar sem hafa unnið flesta leiki á Íslandsmóti síðan að úrvalsdeild karla var tekin upp. Ingi Þór hefur unnið flesta deildarsigra en Finnur hefur unnið flesta leiki í úrslitakeppni og flesta leiki samanlagt. Allir hafa þessir þrír gert karlalið KR að Íslandsmeisturum oftar en einu sinni. KR vann fimm ár í röð undir stjórn Finns frá 2014 til 2018, Benedikt gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009 og þá vann KR Íslandsmeistaratitilinn undir stjórn Inga Þórs 2000 og 2019. Þegar menn fóru að kanna betur hversu langt er síðan að enginn þessara þriggja var að þjálfa hjá KR þá kom í ljós að það þarf að fara allt til 1989-90 tímabilsins til að finna vetur hjá KR sem hvorki Benedikt, Ingi Þór eða Finnur voru að þjálfa flokk hjá KR. Flestir sigurleikir í úrvalsdeild karla sem þjálfarar KR: (Deildarleikir + leikir í úrslitakeppni) Finnur Freyr Stefánsson 136 sigrar (91+45) Ingi Þór Steinþórsson 124 (101+23) Benedikt Guðmundsson 90 (72+18) Laszlo Nemeth 62 (54+8) Jón Sigurðsson 46 (40+6) Hrafn Kristjánsson 42 (41+11) Páll Kolbeinsson 39 (35+4) Dominos-deild karla KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var rekinn frá KR á dögunum og í gær þá hætti Benedikt Guðmundsson líka. Þetta eru tveir af reyndustu og sigursælustu þjálfurum KR frá upphafi. Finnur Freyr Stefánsson er líka á heimleið en fór ekki aftur í KR heldur tók við þjálfum meistaraflokks karla hjá Val. Enginn þeirra þriggja verður því að þjálfa í DHL-höllinni tímabilið 2020-21. Þessir þrír hafa allir unnið frábært starf hjá KR undanfarna áratugi, bæði hjá meistaraflokksliðunum en líka hjá yngri flokkunum. Fjölmargir titlar hafa komið í hús bæði hjá meistaraflokki sem og yngri flokkum. Það eru nefnilega ekki margir körfuboltamenn í KR sem hafa ekki verið þjálfaðir af einum þeirra og fjölmargir hafa spilað fyrir þá alla. Finnur Freyr, Ingi Þór og Benedikt eru líka þeir þrír þjálfarar sem hafa unnið flesta leiki á Íslandsmóti síðan að úrvalsdeild karla var tekin upp. Ingi Þór hefur unnið flesta deildarsigra en Finnur hefur unnið flesta leiki í úrslitakeppni og flesta leiki samanlagt. Allir hafa þessir þrír gert karlalið KR að Íslandsmeisturum oftar en einu sinni. KR vann fimm ár í röð undir stjórn Finns frá 2014 til 2018, Benedikt gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009 og þá vann KR Íslandsmeistaratitilinn undir stjórn Inga Þórs 2000 og 2019. Þegar menn fóru að kanna betur hversu langt er síðan að enginn þessara þriggja var að þjálfa hjá KR þá kom í ljós að það þarf að fara allt til 1989-90 tímabilsins til að finna vetur hjá KR sem hvorki Benedikt, Ingi Þór eða Finnur voru að þjálfa flokk hjá KR. Flestir sigurleikir í úrvalsdeild karla sem þjálfarar KR: (Deildarleikir + leikir í úrslitakeppni) Finnur Freyr Stefánsson 136 sigrar (91+45) Ingi Þór Steinþórsson 124 (101+23) Benedikt Guðmundsson 90 (72+18) Laszlo Nemeth 62 (54+8) Jón Sigurðsson 46 (40+6) Hrafn Kristjánsson 42 (41+11) Páll Kolbeinsson 39 (35+4)
Flestir sigurleikir í úrvalsdeild karla sem þjálfarar KR: (Deildarleikir + leikir í úrslitakeppni) Finnur Freyr Stefánsson 136 sigrar (91+45) Ingi Þór Steinþórsson 124 (101+23) Benedikt Guðmundsson 90 (72+18) Laszlo Nemeth 62 (54+8) Jón Sigurðsson 46 (40+6) Hrafn Kristjánsson 42 (41+11) Páll Kolbeinsson 39 (35+4)
Dominos-deild karla KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit