Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur mælti með því að fólk næði sér í fisk í Fiskbúð Fúsa og hafði mjög gaman af kveðjunni frá félaga sínum. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00