Sleppa söluþóknun og lækka verð á ferðum um allt að 50 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 14:24 Einar Þór Gústafsson hjá Getlocal. aðsend Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira