Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2020 19:20 Flugvélafloti Icelandair er meira og minna allur á jörðu niðri þessa dagana og líkur á miklum samdrætti í flugáætlun félagsins í sumar. Vísr/Vilhelm Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira
Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira
Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13
Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33