26 skemmtiferðaskip afboða komu sína til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 23:25 26 skemmtiferðaskip hafa afboðað komu sína hingað til lands næsta sumar. Vísir/Vilhelm Fyrsta skemmtiferðaskipið þessa árs kom hingað til lands í marsmánuði en óvíst er hver áhrif kórónuveirufaraldursins verða á ferðaþjónustu hér á landi á næstu misserum. Annað skip hefur skráð komu sína hingað til lands þann 21. maí næstkomandi en óvíst er hvort það muni ganga eftir vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að hann muni setja mark sitt á ferðamennsku hér á landi næstu misseri. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að kvarnast hafi úr þeim hópi skemmtiferðaskipa sem höfðu boðað komu sína hingað í sumar. Um var að ræða 189 skip en þegar hafa 26 þeirra afboðað komu sína. „Við reiknum með að það verði meiri afföll af þessu. Nánast öll skip liggja núna bundin við bryggju í ýmsum höfnum í Evrópu og við erum að vonast til að upp úr páskum þá geti farið að heyrast hljóð utan að hvað menn hyggjast fyrir en við erum nú ekki bjartsýn með maí og fram í júní en við skulum sjá til,“ sagði Gísli. Hann segir að víða erlendis sé enn meiri vandi til staðar, meðal annars vegna þess að nú liggi mörg skip við höfn og liggi við að ekki sé bryggjupláss til staðar. Mörg skemmtiferðaskipanna liggi nú við hafnir á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. „Öll fyrirtækin í þessu eru að ráða ráðum sínum nánast en eitt er það hvernig ástandið verður á Íslandi en við sjáum það að ástandið er ekki björgulegt á Bretlandi og Bandaríkjunum þannig heimsmyndin mun ráða miklu um hvernig þetta þróast hérna hjá okkur.“ Segir greinilegt að sóttvarnaryfirvöld hafi verið framsýn Um borð í farþegaskipunum eru heilsugæslur og mikill búnaður enda eru þetta fljótandi samfélög segir Gísli. Þá segir hann að þegar skipin leggjast hér við höfn eiga þau að senda heilbrigðisvottorð og hefur tollurinn tekið við því hingað til en nú komi landhelgisgæslan sterkari inn og fái frekari upplýsingar. „Það verður örugglega áfram að ef skip er með eitthvað sem kallar á aðgæslu, smit eða annað, þá eru viðkomandi yfirvöld kölluð til og tekið er á málinu á þeim nótum. Það kemur ekki að bryggju fyrr en allt er klárt í landi.“ Hann segir líklegt að frekari ráðstafanir verði gerðar nú og muni verða beitt áfram þegar stórir hópar koma með þessum hætti til landa. „Kannski er það í rauninni bara skynsamlegt. Við höfum sloppið býsna vel síðustu áratugi. Ég hef nefnt það líka að fyrir nokkrum árum var sett sérstök sóttvarnaráætlun fyrir skip, landsáætlun, sem að Þórólfur og hans fólk stóð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að jú, menn tóku boðskapinn en ég er nokkuð viss um það að ekki mjög margir í hafnarstarfseminni sem áttu von á því að þetta gagn yrði grundvallaratriði árið 2020.“ „Það sýnir kannski líka að sóttvarnaryfirvöld hafa verið framsýn og það er gríðarlega mikilvægt að hugsa fram fyrir tærnar á sér því atvikin sem gerast í kring um skip og sjó við þekkjum þau mörg en við erum að læra um ný atvik sem við þurfum að hafa augun á líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47 Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00 Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskipið þessa árs kom hingað til lands í marsmánuði en óvíst er hver áhrif kórónuveirufaraldursins verða á ferðaþjónustu hér á landi á næstu misserum. Annað skip hefur skráð komu sína hingað til lands þann 21. maí næstkomandi en óvíst er hvort það muni ganga eftir vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að hann muni setja mark sitt á ferðamennsku hér á landi næstu misseri. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að kvarnast hafi úr þeim hópi skemmtiferðaskipa sem höfðu boðað komu sína hingað í sumar. Um var að ræða 189 skip en þegar hafa 26 þeirra afboðað komu sína. „Við reiknum með að það verði meiri afföll af þessu. Nánast öll skip liggja núna bundin við bryggju í ýmsum höfnum í Evrópu og við erum að vonast til að upp úr páskum þá geti farið að heyrast hljóð utan að hvað menn hyggjast fyrir en við erum nú ekki bjartsýn með maí og fram í júní en við skulum sjá til,“ sagði Gísli. Hann segir að víða erlendis sé enn meiri vandi til staðar, meðal annars vegna þess að nú liggi mörg skip við höfn og liggi við að ekki sé bryggjupláss til staðar. Mörg skemmtiferðaskipanna liggi nú við hafnir á Ítalíu, Spáni, Hollandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. „Öll fyrirtækin í þessu eru að ráða ráðum sínum nánast en eitt er það hvernig ástandið verður á Íslandi en við sjáum það að ástandið er ekki björgulegt á Bretlandi og Bandaríkjunum þannig heimsmyndin mun ráða miklu um hvernig þetta þróast hérna hjá okkur.“ Segir greinilegt að sóttvarnaryfirvöld hafi verið framsýn Um borð í farþegaskipunum eru heilsugæslur og mikill búnaður enda eru þetta fljótandi samfélög segir Gísli. Þá segir hann að þegar skipin leggjast hér við höfn eiga þau að senda heilbrigðisvottorð og hefur tollurinn tekið við því hingað til en nú komi landhelgisgæslan sterkari inn og fái frekari upplýsingar. „Það verður örugglega áfram að ef skip er með eitthvað sem kallar á aðgæslu, smit eða annað, þá eru viðkomandi yfirvöld kölluð til og tekið er á málinu á þeim nótum. Það kemur ekki að bryggju fyrr en allt er klárt í landi.“ Hann segir líklegt að frekari ráðstafanir verði gerðar nú og muni verða beitt áfram þegar stórir hópar koma með þessum hætti til landa. „Kannski er það í rauninni bara skynsamlegt. Við höfum sloppið býsna vel síðustu áratugi. Ég hef nefnt það líka að fyrir nokkrum árum var sett sérstök sóttvarnaráætlun fyrir skip, landsáætlun, sem að Þórólfur og hans fólk stóð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að jú, menn tóku boðskapinn en ég er nokkuð viss um það að ekki mjög margir í hafnarstarfseminni sem áttu von á því að þetta gagn yrði grundvallaratriði árið 2020.“ „Það sýnir kannski líka að sóttvarnaryfirvöld hafa verið framsýn og það er gríðarlega mikilvægt að hugsa fram fyrir tærnar á sér því atvikin sem gerast í kring um skip og sjó við þekkjum þau mörg en við erum að læra um ný atvik sem við þurfum að hafa augun á líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47 Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00 Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5. apríl 2020 11:47
Andvaka vegna ástandsins Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. 27. mars 2020 13:00
Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17