Stjórn RÚV hefur enga trú haft á fjölmiðlafrumvarpi Lilju Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2020 15:43 Samkvæmt fundargerðum komu yfirlýsingar Lilju D. Alfreðsdóttur í kjölfar úrskurðar ríkisendurskoðanda um að stofnuninn bæri að stofna dótturfélög lögum samkvæmt, stjórnarmönnum algerlega í opna skjöldu. visir/vilhelm Samkvæmt fundagerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf þá hefur stjórnin haft sáralitla trú á því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem gengur út á stuðning við einkarekna fjölmiðla, verði að veruleika. Í fundargerð frá í maí 2019 segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðismanna og varaformaður stjórnar, hennar mat að frumvarpið muni ekki ná fram að ganga á þessu löggjafarþingi og mögulega ekki því næsta heldur. Guðlaugur G. Sverrisson Miðflokksmaður telur þetta alltof þungt mál fyrir Lilju til að það verði klárað. Vandlega yfirstrikaðar fundargerðir Þá telja stjórnarmenn óhjákvæmilegan fylgifisk fjölmiðlafrumvarps ráðherra þann að RÚV og staða þess á auglýsingamarkaði dragist inn í umræðuna. Fjölmiðlafrumvarpið hefur borið reglulega á góma á fundum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt fundargerðum sem Viðskiptablaðið þurfti að toga með töngum út úr stofnuninni. Umfjöllun er þetta má finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins og er þar meðal annars greint frá þeirri baráttu allri. Ein blaðsíða úr fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ehf. eftir að lögmaður hafði farið yfir það hvað mætti strika vandlega yfir.Skjáskot úr Viðskiptablaðinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem hafði úrskurðað í kæru Vb á hendur RÚV svo að ríkisfjölmiðlinum bæri að afhenda fundargerðirnar þurfti svo að ganga í málið á ný eftir að Ríkisútvarpið trassaði í hálft ár að bregðast við. Þegar gögnin loks bárust hafði stofnunin nýtt sér það til hins ítrasta að úrskurðarnefnd hafði fallist á að afmá mætti tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum því þar gæti verið um einkamálefni starfsmanna að ræða og/eða vinnugögn. Lögmannsstofa var fengin til að fara yfir fundargerðirnar og bárust þær svo Viðskiptablaðinu meira og minna útkrotaðar. Reyndar er það ekki nýtt að ríkisfjölmiðillinn sé tregur að veita upplýsingar en Vísir komst að því fullkeyptu þegar þess var freistað að fá uppgefin nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Það mál rataði alla leið til Umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að klúður við lagasetningu hafi reynst stofnuninni skálkasjól og ríkisfjölmiðillinn gat þannig pukrast með nöfnin. Stjórnin telur Lilju ekki heila í „dótturfyrirtækjamálinu“ Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður Viðskiptablaðsins, reyndi í umfjöllun sinni að ráða í það sem þó mátti sjá og komst til dæmis að því að stjórnarmennirnir Magnús Geir Þórðarson fyrrverandi útvarpsstjóri og Ragnheiður töldu opinberar yfirlýsingar Lilju varðandi aðgerðarleysi Ríkisútvarpsins við að stofna dótturfélög, að það væri stjórnar að fylgja því eftir, stangast á við orð hennar inn í hópinn. En áður hafði Ríkisendurskoðandi veitt RÚV ákúrur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að sinna þessari lögbundnu skyldu sinni. Ummæli Lilju virðast hafa komið flatt upp á stjórnarmenn; „alger kúvending frá fyrri samskiptum“. En helst er á umfjölluninni að skilja að stjórnin hafi í samráði við ráðherra dregið lappirnar við að stofna dótturfélög vegna kostnaðar og að það þýddi minna fé til dagskrárgerðar. Áðurnefnd Ragnheiður segir að „mun fagmannlegra hefði verið ef stjórn hefði fengið eitthvað formlegt frá ráðherra um að stjórn skuli stofna dótturfélag, frekar en yfirlýsingu í blöðum. Það sé mjög hart að þurfa að sitja undir því að vera vændur um að vera ekki að vinna vinnuna sína,“ segir fundargerð stjórnar frá september 2018. Og Magnús Geir segir þetta þvert á það sem ráðherra hefði sagt í samtölum við þá. Þetta brýtur í bága við það sem Lilja hefur haft um málið að segja eins og sést í tengdri frétt hér ofar: „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að setja dótturfélagið á laggirnar og hér kemur staðfesting á því. Ég fagna þessari niðurstöðu og ég hef þegar verið í sambandi við stjórn RÚV sem mun núna hrinda þessu í framkvæmd fyrir áramót.“ Vilja vera samkeppnishæf um starfsfólk Ýmissa grasa kennir í spjalli stjórnarmanna og því sem skráð var í fundargerðir ef marka má það sem þó má sjá. Þannig voru samningar við Ástrali komnir vel á veg með að halda Eurovision á Ísland ef Ástralía hefði sigur í keppninni. Einhverjum stjórnarmönnum þykir landbyggðaþátturinn Landinn pínlega viðskipamiðaður - „fyrirtækjanálgun væri of augljós og RÚV ekki til sóma“ – og stjórnarmenn hafa áhyggjur af kjörum fréttamanna á fréttastofunni sem þeir halda að séu almennt verri en gengur og gerist og rýri möguleika RÚV til mannaráðninga. Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 9. maí 2020 16:44 Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. 24. apríl 2020 23:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samkvæmt fundagerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf þá hefur stjórnin haft sáralitla trú á því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem gengur út á stuðning við einkarekna fjölmiðla, verði að veruleika. Í fundargerð frá í maí 2019 segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðismanna og varaformaður stjórnar, hennar mat að frumvarpið muni ekki ná fram að ganga á þessu löggjafarþingi og mögulega ekki því næsta heldur. Guðlaugur G. Sverrisson Miðflokksmaður telur þetta alltof þungt mál fyrir Lilju til að það verði klárað. Vandlega yfirstrikaðar fundargerðir Þá telja stjórnarmenn óhjákvæmilegan fylgifisk fjölmiðlafrumvarps ráðherra þann að RÚV og staða þess á auglýsingamarkaði dragist inn í umræðuna. Fjölmiðlafrumvarpið hefur borið reglulega á góma á fundum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt fundargerðum sem Viðskiptablaðið þurfti að toga með töngum út úr stofnuninni. Umfjöllun er þetta má finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins og er þar meðal annars greint frá þeirri baráttu allri. Ein blaðsíða úr fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ehf. eftir að lögmaður hafði farið yfir það hvað mætti strika vandlega yfir.Skjáskot úr Viðskiptablaðinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem hafði úrskurðað í kæru Vb á hendur RÚV svo að ríkisfjölmiðlinum bæri að afhenda fundargerðirnar þurfti svo að ganga í málið á ný eftir að Ríkisútvarpið trassaði í hálft ár að bregðast við. Þegar gögnin loks bárust hafði stofnunin nýtt sér það til hins ítrasta að úrskurðarnefnd hafði fallist á að afmá mætti tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum því þar gæti verið um einkamálefni starfsmanna að ræða og/eða vinnugögn. Lögmannsstofa var fengin til að fara yfir fundargerðirnar og bárust þær svo Viðskiptablaðinu meira og minna útkrotaðar. Reyndar er það ekki nýtt að ríkisfjölmiðillinn sé tregur að veita upplýsingar en Vísir komst að því fullkeyptu þegar þess var freistað að fá uppgefin nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Það mál rataði alla leið til Umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að klúður við lagasetningu hafi reynst stofnuninni skálkasjól og ríkisfjölmiðillinn gat þannig pukrast með nöfnin. Stjórnin telur Lilju ekki heila í „dótturfyrirtækjamálinu“ Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður Viðskiptablaðsins, reyndi í umfjöllun sinni að ráða í það sem þó mátti sjá og komst til dæmis að því að stjórnarmennirnir Magnús Geir Þórðarson fyrrverandi útvarpsstjóri og Ragnheiður töldu opinberar yfirlýsingar Lilju varðandi aðgerðarleysi Ríkisútvarpsins við að stofna dótturfélög, að það væri stjórnar að fylgja því eftir, stangast á við orð hennar inn í hópinn. En áður hafði Ríkisendurskoðandi veitt RÚV ákúrur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að sinna þessari lögbundnu skyldu sinni. Ummæli Lilju virðast hafa komið flatt upp á stjórnarmenn; „alger kúvending frá fyrri samskiptum“. En helst er á umfjölluninni að skilja að stjórnin hafi í samráði við ráðherra dregið lappirnar við að stofna dótturfélög vegna kostnaðar og að það þýddi minna fé til dagskrárgerðar. Áðurnefnd Ragnheiður segir að „mun fagmannlegra hefði verið ef stjórn hefði fengið eitthvað formlegt frá ráðherra um að stjórn skuli stofna dótturfélag, frekar en yfirlýsingu í blöðum. Það sé mjög hart að þurfa að sitja undir því að vera vændur um að vera ekki að vinna vinnuna sína,“ segir fundargerð stjórnar frá september 2018. Og Magnús Geir segir þetta þvert á það sem ráðherra hefði sagt í samtölum við þá. Þetta brýtur í bága við það sem Lilja hefur haft um málið að segja eins og sést í tengdri frétt hér ofar: „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að setja dótturfélagið á laggirnar og hér kemur staðfesting á því. Ég fagna þessari niðurstöðu og ég hef þegar verið í sambandi við stjórn RÚV sem mun núna hrinda þessu í framkvæmd fyrir áramót.“ Vilja vera samkeppnishæf um starfsfólk Ýmissa grasa kennir í spjalli stjórnarmanna og því sem skráð var í fundargerðir ef marka má það sem þó má sjá. Þannig voru samningar við Ástrali komnir vel á veg með að halda Eurovision á Ísland ef Ástralía hefði sigur í keppninni. Einhverjum stjórnarmönnum þykir landbyggðaþátturinn Landinn pínlega viðskipamiðaður - „fyrirtækjanálgun væri of augljós og RÚV ekki til sóma“ – og stjórnarmenn hafa áhyggjur af kjörum fréttamanna á fréttastofunni sem þeir halda að séu almennt verri en gengur og gerist og rýri möguleika RÚV til mannaráðninga.
Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 9. maí 2020 16:44 Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. 24. apríl 2020 23:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 9. maí 2020 16:44
Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. 24. apríl 2020 23:24