„Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 23:00 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Sjá meira