Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli.
Sjá einnig hér: Tíu ár frá eldgosinu í Eyjafjallajökli
Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var lítið hraungos í sprungu sem opnaðist á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars og stóð í rúmar þrjár vikur.
Í kaflanum frá gosinu á Fimmvörðuhálsi má heyra eldfjallafræðinga lýsa því þegar þeir sáu í fyrsta sinn gervigíg myndast og hæsta hraunfoss sem vitað er um að menn hafi orðið vitni að, hérlendis að minnsta kosti.
Þá er áhugavert að sjá hvernig landsmenn brugðust við þegar Almannavarnir leyfðu umferð að gosstöðvunum á fimmta degi eldgossins.
Fyrri þátturinn var frumsýndur síðastliðið mánudagskvöld og verður hann endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 16.35. Síðari þátturinn verður svo frumsýndur á Stöð 2 að kvöldi annars í páskum, kl. 18.40.
Hér er myndskeið úr fyrri þættinum: