Stutt samdráttarskeið en hægur bati Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2020 07:00 Landsbankinn Borgartúni. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00