Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 14:41 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Þar segir hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Upplýsingar um kröfur útgerðarfélaganna komu fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um málið sem birtar voru í gær. Fjölmiðlum voru ekki afhentar stefnur útgerðanna þar sem ríkislögmaður neitaði að afhenda þær. Úrskurðanefnd um upplýsingamál úrskurðaði þó nýlega að Kjarninn og Viðskiptablaðið skyldu fá stefnurnar afhentar en þær voru ekki búnar að berast fyrir helgi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. „Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ skrifar Kolbeinn. Hann bendir einnig á í færslunni að dómur Hæstaréttar hafi ekki fjallað um að umrædd úthlutun hafi verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð. Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn "Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2020 10:07 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Þar segir hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Upplýsingar um kröfur útgerðarfélaganna komu fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um málið sem birtar voru í gær. Fjölmiðlum voru ekki afhentar stefnur útgerðanna þar sem ríkislögmaður neitaði að afhenda þær. Úrskurðanefnd um upplýsingamál úrskurðaði þó nýlega að Kjarninn og Viðskiptablaðið skyldu fá stefnurnar afhentar en þær voru ekki búnar að berast fyrir helgi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. „Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ skrifar Kolbeinn. Hann bendir einnig á í færslunni að dómur Hæstaréttar hafi ekki fjallað um að umrædd úthlutun hafi verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð.
Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn "Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2020 10:07 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn "Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2020 10:07
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30