Í kvöld verður streymt frá leiknum Warzone á Twitchrás GameTíví. Þá munu þeir Tryggvi úr GameTíví, Kristján Einar Kristjánsson, umsjónarmaður Vodafone deildarinnar á Stöð 2 eSport, og Halldór Már, sérfræðingur Vodafone deildarinnar, spila við aðra spilara um heim allan.
Streymið hefst klukkan átta og mun standa yfir fram á kvöld.
Auk þess að geta skemmt sér yfir streyminu munu áhorfendur einnig geta dottið í lukkupottinn en til stendur að gefa eintök af tölvuleikjum á meðan streymið stendur yfir.