Tveir voru fluttir á slysadeild með grun um reykeitrun eftir að eldur kom upp í pappakössum við Lindarbraut á Seltjarnarnesi á fimmta tímanum í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um minniháttar eld að ræða, sem búið var að slökkva þegar viðbragðsaðila bar að garði. Tilefni þótti þó til þess að flytja tvo á slysadeild til skoðunar vegna gruns um mögulega reykeitrun.
