Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2020 19:04 Forseti Íslands nýtti embættiserindi til að fá sér göngutúr við Reykjavíkurtjörn í veðurblíðunni í dag. Stöð 2/Frikki Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira