Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 20:23 Enginn getur lengur staðið í vegi Mohammed bin Salman. AP/Pavel Golovkin Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS. Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS.
Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira