Framlengja höft í Bretlandi og New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 16:27 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá ákvörðun breskra stjórnvalda nú síðdegis. Peter Summers/Getty Images Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira