Hjartnæm kveðja Óla Stef til Guðjóns Vals: „Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 07:30 Ólafur Stefánsson sendi fyrrum kollega sínum úr landsliðinu góðar kveðjur. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira