Refsing ekki líkleg til árangurs í máli vegna brota gegn 16 ára samstarfskonu Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 18:30 Manninum var gert að greiða 800.000 króna miskabætur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda. Dómsmál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda.
Dómsmál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira