Á ekki von á biðröðum af ferðamönnum þegar landið opnar Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2020 10:53 Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira