Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem er sæti neðar en liðið endaði í fyrra. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari annað árið í röð 2016 hafa síðustu þrjú tímabil verið slök á mælikvarða FH. Liðið endaði í 3. sæti 2017 og 2019 og 5. sæti 2018 og tapaði í bikarúrslitum 2017 og 2018. FH-ingar þóttu ekki líklegir til afreka framan af vetri en eftir hafa fengið góðan liðsstyrk á síðustu vikum hefur brúnin lyfst á stuðningsmönnum FH. Svo er enn möguleiki á því að Emil Hallfreðsson bætist við hópinn og leiki með uppeldisfélaginu í fyrsta sinn í sextán ár. Ólafur Kristjánsson er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hann náði Evrópusæti á síðasta tímabili en annars hefur árangurinn ekkert verið til að hrópa húrra fyrir. Ólafur stýrði áður Fram og Breiðabliki. Undir hans stjórn urðu Blikar Íslands- og bikarmeistarar. Ólafur hefur einnig þjálfað Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Síðasta tímabil FH-ingar náðu aftur lífsnauðsynlegu sæti í Evrópukeppni eftir vonbrigðarsumarið 2018 sem var nokkuð góð niðurstaða eftir að Hafnarfjarðaliðið hafði setið í sjöunda sætinu eftir fyrri umferðina og fékk stigi minna en sumarið á undan. FH-liðið komst líka í bikarúrslitin en tapaði aftur í Laugardalnum eins og tveimur árum fyrr. Það þýddi þriðja titlalausa sumarið í röð. FH-liðið fékk ellefu stigum meira úr seinni umferðinni (24) en þeirri fyrri (13), þar sem liðið vann 7 af 11 leikjum sínum og náðu Evrópusætinu með sigri á Grindavík í lokaumferðinni. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið FH í sumar.vísir/toggi Ólafur getur teflt fram hrikalega sterku byrjunarliði sem er stútfullt af reynslu og hæfileikum. Breiddin er þó ekki jafn mikil og hjá hinum toppliðunum þótt hún hafi aukist með komu Péturs Viðarssonar og Harðar Inga Gunnarssonar. Gunnar Nielsen byrjar væntanlega í markinu í stað Daða Freys Arnarssonar sem stóð sig vel á síðasta tímabili. Byrjunarlið FH er nokkuð aldrað en átta af þeim ellefu sem eru líklegastir til að byrja fyrsta leik eru 30 ára og eldri. Lykilmennirnir Guðmundur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson og Steven Lennon eru í lykilhlutverkum hjá FH.VÍSIR/DANÍEL/BÁRA Guðmundur Kristjánsson (f. 1989): Þó að einhverjir myndu vilja sjá Guðmund spila á miðjunni eins og hann gerði svo vel með Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á sínum tíma þá hefur hann verið og verður miðvörður í liði FH. Guðmundur er ekki stór en þeim mun sterkari og einnig fljótur, sem er FH-liðinu mikilvægt. Björn Daníel Sverrisson (f. 1990): Vegna þess að Björn var bestur í deildinni áður en hann fór út í atvinnumennsku voru vonbrigðin talsverð með hans framgöngu síðasta sumar. Hann stóð ekki undir því leiðtogahlutverki sem honum er ætlað en við treystum því að í ár láti hann FH-liðið smella með sínu næma auga og gæðasendingum. Steven Lennon (f. 1988): Skoski framherjinn hefur fengið silfurskóinn tvö af síðustu þremur tímabilum og reynst FH óhemju dýrmætur. Það er ekkert minna mikilvægt fyrir liðið að þessi fjölhæfi markaskorari standi sig vel í ár. Allt tal um vangreidd laun eftir síðasta tímabil virðist gleymt og grafið, og Lennon er áfram einn af þeim líklegustu í deildinni til að skora yfir tíu mörk í sumar þó að hann spili ekki sem fremsti maður. Markaðurinn Vísir/Toggi FH missti fjölda leikmanna frá síðustu leiktíð en söknuðurinn er mestur af fyrirliðanum Davíð Þór Viðarssyni og Brandur Olsen gat verið frábær þegar sá gállinn var á honum. Liðið hefur hins vegar styrkt sig vel með því að fá Daníel Hafsteinsson og Baldur Sigurðsson á miðjuna, og endurheimta á endanum Hörð Inga Gunnarsson í stöðu bakvarðar. Félagið keypti reyndar einnig hinn efnilega Vuk Oskar Dimitrijevic frá Leikni R. en lánaði hann til baka út tímabilið. Svo er enn spurning hvort að Emil Hallfreðsson bætist í hópinn. Þarf að gera betur en í fyrra Björn Daníel þarf að svara fyrir síðasta tímabil.vísir/bára Sennilega olli enginn leikmaður jafn miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Björn Daníel Sverrisson. Hann kom aftur til FH eftir fimm ár í atvinnumennsku og flestir bjuggust við því að hann yrði einn besti leikmaður deildarinnar, eins og hann var áður en hann fór út. Það gekk ekki eftir og Björn Daníel náði ekki að sýna sparihliðarnar. Eftir að Davíð Þór Viðarsson hætti skellti Ólafur fyrirliðabandinu á Björn Daníel sem taka meiri ábyrgð inni á vellinum og utan hans. Miðað við hæfileika er ólíklegt að við fáum annað slakt tímabil frá Birni Daníel. Heimavöllurinn Það var yfirleitt góð mæting á Kaplakrikavöll síðasta sumar.vísir/bára Kaplakrikavöllur hlýtur að teljast einn albesti völlur landsins, ef ekki sá besti. Grasvöllurinn er alltaf í mjög góðu ástandi, vel grafinn á glæsilegrar stúku og áhorfendastæða. Að meðaltali mættu rúmlega 1.200 manns á völlinn síðasta sumar, þrátt fyrir aðeins 276 mættu á leikinn skrautlega við ÍBV í slæmu veðri undir lok tímabils. Flestir mættu á leik FH og KR eða 1.930, og stemningin er oft fín í Krikanum þó að hún jafnist ekkert á við gullaldarárin þegar Mafían var upp á sitt besta. FH vegnaði vel á heimavelli í fyrra og fékk þar 25 af 37 stigum sínum en liðið vann átta heimaleiki, einum færri en meistarar KR. Hvað segir sérfræðingurinn? „FH-ingar eru með mjög gott byrjunarlið. Þeir endurheimtu Pétur Viðarsson, sem er eitthvað sem skiptir þá miklu máli. Emil Hallfreðsson er ekki kominn, en Ólafur Kristjánsson hefur talað um hversu góður hann er og hversu miklu hann getur breytt. Þetta fer svolítið eftir því hvað verður með hann. Þeir gætu ennþá mætt með enn betra lið en þeir eru með í dag,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum. „Þeir eru með mjög reynslumikið lið núna eftir að Pétur kom aftur. Gummi Kristjáns, Guðmann, Björn Daníel, Baldur Sig mættur… það eru stórir kallar í FH-liðinu. Þetta er fullorðið lið en það er oft þannig að gamlir kallar eru helvíti flottir,“ sagði Hjörvar sem er tvístígandi varðandi það hvort FH geti barist um titilinn í ár: „Þeir hafa ekki gert neina atlögu að titlinum síðustu ár. Þeir fengu senter í lok tímabilsins í fyrra, Morten Beck kom inn og gjörbreytti liðinu, og þeim fór að ganga mikið betur. Ef að hann dettur í gang, Steven Lennon dettur í gang, Daníel Hafsteinsson dettur í gang… þegar maður rúllar í gegnum mannskapinn þarna þá eiga FH-ingar auðvitað að vera þarna [í titilbaráttunni]. Björn Daníel verður að vera betri en í fyrra og ég held að það sé alveg búið að tala nóg um það. Heilsa Steven Lennon skiptir miklu máli, og svo þarf markvarslan að vera í lagi. Það var pínu vesen í fyrra en Daði kom inn og stóð sig bara mjög vel. Óli þarf meira frá markvörðunum sínum en hann fékk í fyrra,“ sagði Hjörvar. Sagan Vísir/Toggi FH er sigursælasta félagið í tólf liða deild og það félag sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla síðan þriggja stiga reglan var tekin upp. FH hefur alls unnið níu verðlaun í tólf liða deild, fimm gull og fern silfurverðlaun, sem er fjórum meira en næsta lið. FH-ingar hafa alls orðið átta sinnum Íslandsmeistarar og allir þeir titlar hafa komið frá 2004. FH hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla síðan að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 eða einum meira en KR. FH var það lið í Pepsi Max deild karla í fyrra sem náði í flest stig út úr leikjum þar sem þeir lentu undir eða alls fimmtán. FH var líka grófasta liðið því FH-ingar fengu flest refsistig vegna gulra og rauðra spjalda í Pepsi Max deildinni 2019. Toppmenn FH í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Steven Lennon var markahæstur í liði FH í Pepsi Max deild karla í fyrra (13) en var líka sá sem braut oftast af sér í liðinu. Hann átti líka þátt í flestum mörkum með beinum hætti eða alls tuttugu. Jónatan Ingi Jónsson gaf aftur á móti flestar stoðsendingar og reyndi líka flesta einleiki. Færeyingurinn Brandur Olsen var annar mjög áberandi á listunum. Hann átti þátt í flestum markasóknum liðsins, reyndi flest skot og fór í flestar tæklingar. Björn Daníel Sverrisson fór í flest skallaeinvígi og fiskaði flest brot en Guðmundur Kristjánsson vann aftur á móti flesta bolta. Að lokum Guðmundur Kristjánsson hefur verið í lykilhlutverki hjá FH síðan hann kom frá Start í Noregi.vísir/daníel FH hefur ekki gert atlögu að Íslandsmeistaratitlinum síðan 2016 og því vilja menn í Kaplakrika breyta. Ákvörðun FH að skipta Heimi Guðjónssyni út fyrir Ólaf var umdeild og miðað við fyrstu tvö árin undir hans stjórn er óvíst hvort ákvörðunin var rétt. FH-ingar hafa fengið á sig alltof mörg mörk undanfarin tvö tímabil og það verður að breytast til að þeir geti blandað sér í toppbaráttuna. Þá þarf FH að ná í fleiri en tólf stig á útivelli eins og í fyrra. Þegar korter er í mót virðist FH standa allra bestu liðum landsins aðeins að baki. Hópurinn er í þynnsta lagi og varnarleikurinn ekki nógu traustur. En eitt stykki Emil Hallfreðsson gæti ýmsu breytt. Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00 Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem er sæti neðar en liðið endaði í fyrra. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari annað árið í röð 2016 hafa síðustu þrjú tímabil verið slök á mælikvarða FH. Liðið endaði í 3. sæti 2017 og 2019 og 5. sæti 2018 og tapaði í bikarúrslitum 2017 og 2018. FH-ingar þóttu ekki líklegir til afreka framan af vetri en eftir hafa fengið góðan liðsstyrk á síðustu vikum hefur brúnin lyfst á stuðningsmönnum FH. Svo er enn möguleiki á því að Emil Hallfreðsson bætist við hópinn og leiki með uppeldisfélaginu í fyrsta sinn í sextán ár. Ólafur Kristjánsson er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hann náði Evrópusæti á síðasta tímabili en annars hefur árangurinn ekkert verið til að hrópa húrra fyrir. Ólafur stýrði áður Fram og Breiðabliki. Undir hans stjórn urðu Blikar Íslands- og bikarmeistarar. Ólafur hefur einnig þjálfað Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Síðasta tímabil FH-ingar náðu aftur lífsnauðsynlegu sæti í Evrópukeppni eftir vonbrigðarsumarið 2018 sem var nokkuð góð niðurstaða eftir að Hafnarfjarðaliðið hafði setið í sjöunda sætinu eftir fyrri umferðina og fékk stigi minna en sumarið á undan. FH-liðið komst líka í bikarúrslitin en tapaði aftur í Laugardalnum eins og tveimur árum fyrr. Það þýddi þriðja titlalausa sumarið í röð. FH-liðið fékk ellefu stigum meira úr seinni umferðinni (24) en þeirri fyrri (13), þar sem liðið vann 7 af 11 leikjum sínum og náðu Evrópusætinu með sigri á Grindavík í lokaumferðinni. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið FH í sumar.vísir/toggi Ólafur getur teflt fram hrikalega sterku byrjunarliði sem er stútfullt af reynslu og hæfileikum. Breiddin er þó ekki jafn mikil og hjá hinum toppliðunum þótt hún hafi aukist með komu Péturs Viðarssonar og Harðar Inga Gunnarssonar. Gunnar Nielsen byrjar væntanlega í markinu í stað Daða Freys Arnarssonar sem stóð sig vel á síðasta tímabili. Byrjunarlið FH er nokkuð aldrað en átta af þeim ellefu sem eru líklegastir til að byrja fyrsta leik eru 30 ára og eldri. Lykilmennirnir Guðmundur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson og Steven Lennon eru í lykilhlutverkum hjá FH.VÍSIR/DANÍEL/BÁRA Guðmundur Kristjánsson (f. 1989): Þó að einhverjir myndu vilja sjá Guðmund spila á miðjunni eins og hann gerði svo vel með Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á sínum tíma þá hefur hann verið og verður miðvörður í liði FH. Guðmundur er ekki stór en þeim mun sterkari og einnig fljótur, sem er FH-liðinu mikilvægt. Björn Daníel Sverrisson (f. 1990): Vegna þess að Björn var bestur í deildinni áður en hann fór út í atvinnumennsku voru vonbrigðin talsverð með hans framgöngu síðasta sumar. Hann stóð ekki undir því leiðtogahlutverki sem honum er ætlað en við treystum því að í ár láti hann FH-liðið smella með sínu næma auga og gæðasendingum. Steven Lennon (f. 1988): Skoski framherjinn hefur fengið silfurskóinn tvö af síðustu þremur tímabilum og reynst FH óhemju dýrmætur. Það er ekkert minna mikilvægt fyrir liðið að þessi fjölhæfi markaskorari standi sig vel í ár. Allt tal um vangreidd laun eftir síðasta tímabil virðist gleymt og grafið, og Lennon er áfram einn af þeim líklegustu í deildinni til að skora yfir tíu mörk í sumar þó að hann spili ekki sem fremsti maður. Markaðurinn Vísir/Toggi FH missti fjölda leikmanna frá síðustu leiktíð en söknuðurinn er mestur af fyrirliðanum Davíð Þór Viðarssyni og Brandur Olsen gat verið frábær þegar sá gállinn var á honum. Liðið hefur hins vegar styrkt sig vel með því að fá Daníel Hafsteinsson og Baldur Sigurðsson á miðjuna, og endurheimta á endanum Hörð Inga Gunnarsson í stöðu bakvarðar. Félagið keypti reyndar einnig hinn efnilega Vuk Oskar Dimitrijevic frá Leikni R. en lánaði hann til baka út tímabilið. Svo er enn spurning hvort að Emil Hallfreðsson bætist í hópinn. Þarf að gera betur en í fyrra Björn Daníel þarf að svara fyrir síðasta tímabil.vísir/bára Sennilega olli enginn leikmaður jafn miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Björn Daníel Sverrisson. Hann kom aftur til FH eftir fimm ár í atvinnumennsku og flestir bjuggust við því að hann yrði einn besti leikmaður deildarinnar, eins og hann var áður en hann fór út. Það gekk ekki eftir og Björn Daníel náði ekki að sýna sparihliðarnar. Eftir að Davíð Þór Viðarsson hætti skellti Ólafur fyrirliðabandinu á Björn Daníel sem taka meiri ábyrgð inni á vellinum og utan hans. Miðað við hæfileika er ólíklegt að við fáum annað slakt tímabil frá Birni Daníel. Heimavöllurinn Það var yfirleitt góð mæting á Kaplakrikavöll síðasta sumar.vísir/bára Kaplakrikavöllur hlýtur að teljast einn albesti völlur landsins, ef ekki sá besti. Grasvöllurinn er alltaf í mjög góðu ástandi, vel grafinn á glæsilegrar stúku og áhorfendastæða. Að meðaltali mættu rúmlega 1.200 manns á völlinn síðasta sumar, þrátt fyrir aðeins 276 mættu á leikinn skrautlega við ÍBV í slæmu veðri undir lok tímabils. Flestir mættu á leik FH og KR eða 1.930, og stemningin er oft fín í Krikanum þó að hún jafnist ekkert á við gullaldarárin þegar Mafían var upp á sitt besta. FH vegnaði vel á heimavelli í fyrra og fékk þar 25 af 37 stigum sínum en liðið vann átta heimaleiki, einum færri en meistarar KR. Hvað segir sérfræðingurinn? „FH-ingar eru með mjög gott byrjunarlið. Þeir endurheimtu Pétur Viðarsson, sem er eitthvað sem skiptir þá miklu máli. Emil Hallfreðsson er ekki kominn, en Ólafur Kristjánsson hefur talað um hversu góður hann er og hversu miklu hann getur breytt. Þetta fer svolítið eftir því hvað verður með hann. Þeir gætu ennþá mætt með enn betra lið en þeir eru með í dag,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum. „Þeir eru með mjög reynslumikið lið núna eftir að Pétur kom aftur. Gummi Kristjáns, Guðmann, Björn Daníel, Baldur Sig mættur… það eru stórir kallar í FH-liðinu. Þetta er fullorðið lið en það er oft þannig að gamlir kallar eru helvíti flottir,“ sagði Hjörvar sem er tvístígandi varðandi það hvort FH geti barist um titilinn í ár: „Þeir hafa ekki gert neina atlögu að titlinum síðustu ár. Þeir fengu senter í lok tímabilsins í fyrra, Morten Beck kom inn og gjörbreytti liðinu, og þeim fór að ganga mikið betur. Ef að hann dettur í gang, Steven Lennon dettur í gang, Daníel Hafsteinsson dettur í gang… þegar maður rúllar í gegnum mannskapinn þarna þá eiga FH-ingar auðvitað að vera þarna [í titilbaráttunni]. Björn Daníel verður að vera betri en í fyrra og ég held að það sé alveg búið að tala nóg um það. Heilsa Steven Lennon skiptir miklu máli, og svo þarf markvarslan að vera í lagi. Það var pínu vesen í fyrra en Daði kom inn og stóð sig bara mjög vel. Óli þarf meira frá markvörðunum sínum en hann fékk í fyrra,“ sagði Hjörvar. Sagan Vísir/Toggi FH er sigursælasta félagið í tólf liða deild og það félag sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla síðan þriggja stiga reglan var tekin upp. FH hefur alls unnið níu verðlaun í tólf liða deild, fimm gull og fern silfurverðlaun, sem er fjórum meira en næsta lið. FH-ingar hafa alls orðið átta sinnum Íslandsmeistarar og allir þeir titlar hafa komið frá 2004. FH hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla síðan að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 eða einum meira en KR. FH var það lið í Pepsi Max deild karla í fyrra sem náði í flest stig út úr leikjum þar sem þeir lentu undir eða alls fimmtán. FH var líka grófasta liðið því FH-ingar fengu flest refsistig vegna gulra og rauðra spjalda í Pepsi Max deildinni 2019. Toppmenn FH í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Steven Lennon var markahæstur í liði FH í Pepsi Max deild karla í fyrra (13) en var líka sá sem braut oftast af sér í liðinu. Hann átti líka þátt í flestum mörkum með beinum hætti eða alls tuttugu. Jónatan Ingi Jónsson gaf aftur á móti flestar stoðsendingar og reyndi líka flesta einleiki. Færeyingurinn Brandur Olsen var annar mjög áberandi á listunum. Hann átti þátt í flestum markasóknum liðsins, reyndi flest skot og fór í flestar tæklingar. Björn Daníel Sverrisson fór í flest skallaeinvígi og fiskaði flest brot en Guðmundur Kristjánsson vann aftur á móti flesta bolta. Að lokum Guðmundur Kristjánsson hefur verið í lykilhlutverki hjá FH síðan hann kom frá Start í Noregi.vísir/daníel FH hefur ekki gert atlögu að Íslandsmeistaratitlinum síðan 2016 og því vilja menn í Kaplakrika breyta. Ákvörðun FH að skipta Heimi Guðjónssyni út fyrir Ólaf var umdeild og miðað við fyrstu tvö árin undir hans stjórn er óvíst hvort ákvörðunin var rétt. FH-ingar hafa fengið á sig alltof mörg mörk undanfarin tvö tímabil og það verður að breytast til að þeir geti blandað sér í toppbaráttuna. Þá þarf FH að ná í fleiri en tólf stig á útivelli eins og í fyrra. Þegar korter er í mót virðist FH standa allra bestu liðum landsins aðeins að baki. Hópurinn er í þynnsta lagi og varnarleikurinn ekki nógu traustur. En eitt stykki Emil Hallfreðsson gæti ýmsu breytt.
Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00