Niðurstöðurnar hafi því miður ekki komið á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 19:49 Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón. Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón.
Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent