Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 13:00 Tvíburarnir eru ansi líkir eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira