Rúmlega sjö prósent íbúa Stokkhólms höfðu myndað mótefni í lok apríl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 17:14 Svíar hafa ekki gripið til jafn róttækra aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og margar aðrar þjóðir. Þessi mynd var tekin í almenningsgarði í Stokkhólmi, 8.maí síðastliðinn. Vísir/EPA Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira