Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 11:38 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“ Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52