Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 13:58 Hér má sjá þá Trump, Bolsonaro og Pence. Yfir vinstri öxl Trump má sjá hluta andlits Wajngarten, sem er smitaður af kórónuveirunni. AP/Alan Santos Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira