Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2020 13:30 Breki og Bogi. Samgöngustofa hefur gefið út leiðbeinandi reglur sem byggja á evrópskri reglugerð þar sem segir að ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi eigi farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu farmiða. Ef marka má Samgöngustofu eiga þeir sem keypt hafa sér flugmiða í flugferðir sem hafa verið látnar niður falla vegna kórónuveirunnar rétt á endurgreiðslu. Þetta þýðir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fór frjálslega með í samtali við fréttastofuna þegar hann sagði að þetta væri mál farþeganna en ekki flugfélagsins. „Við settum upp sérstaka síðu sem útlistar reglurnar samkvæmt evrópskri reglugerð,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í svari við fyrirspurn Vísis. Farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu Á þessari síðu er sérstaklega fjallað um réttindi flugfarþega vegna COVID-19 faraldursins. Þar segir að ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndist ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld. En: „Ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu farmiða, sbr. reglugerð EB 261/2004 og sbr. rg. 1048/2012, en ekki skaðabótum.“ Þessi virðist í fyrstu hins vegar ekki skilningur Boga þá er hann var spurður um þessi sömu réttindi farþega sem komast ekki til Bandaríkjanna, þá vegna ferðabanns sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á Evrópu að Bretlandseyjum undanteknum. Bogi sagði þetta sé ekki eitthvað sem Icelandair hefur stjórn á. „Þetta hefur verið þannig hjá okkur og öðrum flugfélögum ef að farþegi hefur ekki heimild til þess að fljúga til ákveðins lands og fær ekki landvistarleyfi þá er það ekki flugfélagsins.“ Svo virðist því sem skilningur Boga stangast þannig á við það sem Samgöngustofa hefur gefið út. (Sjá nánar neðar.) Breki segir þetta misjafnt Vísir ræddi við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, af þessu sama tilefni en þangað hefur fyrirspurnum rignt inn. Breki sagði þá þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. Athugasemd frá Icelandair Uppfært 14:20 Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að misskilnings gæti, varðandi svör Boga við spurningum um endurgreiðslurétt farþega. Hún telur ekki rétt að Bogi hafi farið með fleipur eins og sagði í fyrri útgáfu fréttarinnar: „- Ef Icelandair fellir niður flug á farþegi rétt á endurgreiðslu. Það er skýrt og er Bogi ekki að vísa í slík tilfelli. - Það sem hann á við er að ef viðkomandi flug er á áætlun er það á ábyrgð farþegans að hafa tilskilið landvistarleyfi, hvort sem um er að ræða vegabréfsáritun eða í þessu tilfelli að fylgja því komubanni sem er í gildi í Bandaríkjunum. - Hins vegar, þessa dagana, í ljósi aðstæðna erum við að bjóða farþegum sem eiga bókað flug með okkur að breyta flugmiðum sínum án breytingagjalds innan ákveðins tímaramma eða til 31. desember 2020. Þetta geta því farþegar sem eiga bókað til Bandaríkjanna á næstunni nýtt sér.“ Hefur fréttin sem og fyrirsögn verið uppfærð í ljósi þessara útskýringa. Wuhan-veiran Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. 12. mars 2020 17:18 Icelandair hyggst ekki leita á náðir ríkisins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ef marka má Samgöngustofu eiga þeir sem keypt hafa sér flugmiða í flugferðir sem hafa verið látnar niður falla vegna kórónuveirunnar rétt á endurgreiðslu. Þetta þýðir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fór frjálslega með í samtali við fréttastofuna þegar hann sagði að þetta væri mál farþeganna en ekki flugfélagsins. „Við settum upp sérstaka síðu sem útlistar reglurnar samkvæmt evrópskri reglugerð,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í svari við fyrirspurn Vísis. Farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu Á þessari síðu er sérstaklega fjallað um réttindi flugfarþega vegna COVID-19 faraldursins. Þar segir að ef farþegi hættir við flug á eigin forsendum þá myndist ekki bótaréttur og ekki réttur á endurgreiðslu farmiða fyrir utan skatta og gjöld. En: „Ef flugrekandi hættir að fljúga til svæðis/lands þar sem lýst hefur verið yfir hættuástandi, þá er fluginu aflýst og farþegi á rétt á fullri endurgreiðslu farmiða, sbr. reglugerð EB 261/2004 og sbr. rg. 1048/2012, en ekki skaðabótum.“ Þessi virðist í fyrstu hins vegar ekki skilningur Boga þá er hann var spurður um þessi sömu réttindi farþega sem komast ekki til Bandaríkjanna, þá vegna ferðabanns sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á Evrópu að Bretlandseyjum undanteknum. Bogi sagði þetta sé ekki eitthvað sem Icelandair hefur stjórn á. „Þetta hefur verið þannig hjá okkur og öðrum flugfélögum ef að farþegi hefur ekki heimild til þess að fljúga til ákveðins lands og fær ekki landvistarleyfi þá er það ekki flugfélagsins.“ Svo virðist því sem skilningur Boga stangast þannig á við það sem Samgöngustofa hefur gefið út. (Sjá nánar neðar.) Breki segir þetta misjafnt Vísir ræddi við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, af þessu sama tilefni en þangað hefur fyrirspurnum rignt inn. Breki sagði þá þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. Athugasemd frá Icelandair Uppfært 14:20 Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að misskilnings gæti, varðandi svör Boga við spurningum um endurgreiðslurétt farþega. Hún telur ekki rétt að Bogi hafi farið með fleipur eins og sagði í fyrri útgáfu fréttarinnar: „- Ef Icelandair fellir niður flug á farþegi rétt á endurgreiðslu. Það er skýrt og er Bogi ekki að vísa í slík tilfelli. - Það sem hann á við er að ef viðkomandi flug er á áætlun er það á ábyrgð farþegans að hafa tilskilið landvistarleyfi, hvort sem um er að ræða vegabréfsáritun eða í þessu tilfelli að fylgja því komubanni sem er í gildi í Bandaríkjunum. - Hins vegar, þessa dagana, í ljósi aðstæðna erum við að bjóða farþegum sem eiga bókað flug með okkur að breyta flugmiðum sínum án breytingagjalds innan ákveðins tímaramma eða til 31. desember 2020. Þetta geta því farþegar sem eiga bókað til Bandaríkjanna á næstunni nýtt sér.“ Hefur fréttin sem og fyrirsögn verið uppfærð í ljósi þessara útskýringa.
Wuhan-veiran Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. 12. mars 2020 17:18 Icelandair hyggst ekki leita á náðir ríkisins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. 12. mars 2020 17:18
Icelandair hyggst ekki leita á náðir ríkisins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33