Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 18:07 Fangar úr röðum Talíbana bíða eftir að vera leystir úr haldi af afgönskum yfirvöldum. EPA/STR Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28
Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48