Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 18:07 Fangar úr röðum Talíbana bíða eftir að vera leystir úr haldi af afgönskum yfirvöldum. EPA/STR Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. Þetta er hluti af fangaskiptum sem sammælst var um með samningi milli Talíbana og Bandaríkjanna í Doha í febrúar. Bandaríkin þjónuðu hlutverki milligöngumanns í friðarviðræðum Talíbana og Afganistan í von um að ljúka tveggja áratuga löngu stríði. Fangaskiptin eru þau fjölmennustu sem gerð hafa verið milli stríðandi fylkinga. Javid Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafa Afganistan, sagði á blaðamannafundi að framlenging vopnahlés sé nauðsynleg til að forðast frekari blóðsúthellingar og að Afganska ríkisstjórnin væri undirbúin fyrir vopnahléið. Talíbanar tilkynntu þriggja daga vopnahlé fyrir trúarhátíðina Eid al-Fitr sem lýkur Ramadan, helgum mánuði múslima. Talíbanar hafa enn ekki tilkynnt hvort þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléinu eftir að því líkur á miðnætti að staðartíma. Í síðasta mánuði neitaði hópurinn vopnahléi sem afgönsk stjórnvöld kölluðu eftir fyrir Ramadan mánuðinn. Átök milli afganskra fylkinga og Talíbana urðu meiri áður en vopnahléið skall á og ríkisstjórn landsins gaf það út að árásir myndu hefjast að nýju á stríðandi fylkingu talíbana vegna mannskæðra árása sem gerðar voru í liðnum mánuði. Fangaskiptaferlið hófst í apríl en hefur verið fremur hægt og hefur frestast vegna átaka milli ríkisins og Talíbana. Samkvæmt Doha samningnum á Afganistan að leysa 5.000 fanga úr haldi á meðan Talíbanar eiga að leysa þúsund hermenn Afganistan úr haldi. Nú hafa afgönsk yfirvöld leyst þúsund vígamenn úr haldi og Talíbanar 105 samkvæmt upplýsingum sem Faisal, talsmaður þjóðaröryggisráðgjafans Hamdullah Mohib, gaf fréttastofu Reuters fyrir blaðamannafundinn.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28
Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. 14. maí 2020 08:48