Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 17:00 Isavia ANS er dótturfélag Isavia ohf. Það annast íslenska flugstjórnarsvæðið sem nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Mikið hefur dregið úr flugumferð vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29