Veðurstofan hyggst mæta óskum bæjarfélaga um „betri“ veðurspár Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2020 21:06 Árni Snorrason veðurstofustjóri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17