Óttast að ströng skilyrði fyrir hlutastarfaleið fæli fyrirtæki frá Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:25 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana. Fyrirtæki sem nýta leiðina þurfa að uppfylla mun hertri skilyrði en í fyrri lögum um hlutastarfaleiðina og sagði forsætisráðherra í fréttum í gær að frumvarpið kæmi á móts við athugasemdir Ríkisendurskoðunar um framkvæmd á eftirliti og nýtingu úrræðisins. Ekki var einhugur í stjórnarflokkunum um öll þau auknu skilyrði sem fyrirtæki þurfa nú að uppfylla á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi skilyrðin of ítarleg. „Þessi skilyrði, þau ganga bara of langt,“ sagði Willum. „Segjum það bara eins og það er. Og, þau ganga í raun og veru gegn meginmarkmiðum frumvarpsins. Hver er raunveruleikinn? Raunveruleikinn er nefnilega sá að nú ertu sennilega þvingaður í það, horfandi framan í þessi skilyrði, að segja fólki upp. Punktur.“ Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður í velferðarnefnd.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í velferðarnefnd er einnig á því að skilyrðin séu of ítarleg. Vilhjálmur segir að launþegahreyfingin hafi lagt mikla áherslu á strangari skilyrði. „Þá er aðalatriðið að það sé eftirlit með leiðinni og það séu þá einhver viðurlög við því að vera að misnota leiðina,“ segir Vilhjálmur. „En svo eru skilyrðin allt annað atriði. Ég hef bara áhyggjur af því að það muni færri fyrirtæki nýta sér þessa leið og frekar fara í beina uppsögn og þá uppsögn án þess að nýta sér greiðslur í uppsagnarfrestarfrumvarpinu.“ Vilhjálmur óttast að fyrirtæki hafi þegar dregið sig úr leiðinni vegna strangra skilyrða um arðgreiðslur. „Það vakti allavega athygli í gær að Icelandair sagði að hlutabótaleiðin myndi ekki gagnast þeim lengur og fóru aðrar leiðir í því að draga úr launakostnaðinum, varðandi þá sem voru á hlutabótaleiðinni. Svo vitum við náttúrulega að Icelandair er þessa dagana að leita að nýjum hluthöfum og auknu fjármagni inn í félagið. Þá getur verið mjög mikið óhagræði í því að hafa svona skilyrði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira