Blaðamaður meðal hinna látnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 16:37 Minnst tveir létust og sjö særðust í rútusprengju í Kabúl í dag. Allir voru þeir starfsmenn ríkissjónvarpsstöðvarinnar Khurshid, utan bílstjórans. EPA/JAWAD JALALI Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda. Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda.
Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28