Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Andri Eysteinsson skrifar 2. júní 2020 12:45 Lilja skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. Greint var frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Páll Magnússon var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember síðastliðnum. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hafði starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi svo metið að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem kærði ráðninguna, var ekki í þeim hópi. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi samanborið við Pál varðandi menntun, reynslu af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfilega og hæfni til að tjá sig í riti. Verulega hafi skort á efnislegan rökstuðning ráðherrans fyrir ráðningunni. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi um brot gegn jafnréttislögum verið að ræða. Íhugar næstu skref ásamt lögfræðingi Ráðuneytisstjórinn Páll hefur lokið meistaragráðum í lögfræði frá HR og opinberri stjórnsýslu frá HÍ auk BA gráðu í guðfræði við HÍ, hann hefur starfað sem aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra og var varaþingmaður Framsóknar í tvö kjörtímabil. Hafdís Helga er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og hefur áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, rökstuðning fékk Hafdís en eftir ítrekanir fékk hún gögn afhent í janúar. RÚV greinir frá því að Hafdís íhugi nú næstu skref og hvort hún fari fram á bætur. Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. Greint var frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Páll Magnússon var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember síðastliðnum. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hafði starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi svo metið að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem kærði ráðninguna, var ekki í þeim hópi. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi samanborið við Pál varðandi menntun, reynslu af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfilega og hæfni til að tjá sig í riti. Verulega hafi skort á efnislegan rökstuðning ráðherrans fyrir ráðningunni. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi um brot gegn jafnréttislögum verið að ræða. Íhugar næstu skref ásamt lögfræðingi Ráðuneytisstjórinn Páll hefur lokið meistaragráðum í lögfræði frá HR og opinberri stjórnsýslu frá HÍ auk BA gráðu í guðfræði við HÍ, hann hefur starfað sem aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra og var varaþingmaður Framsóknar í tvö kjörtímabil. Hafdís Helga er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og hefur áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, rökstuðning fékk Hafdís en eftir ítrekanir fékk hún gögn afhent í janúar. RÚV greinir frá því að Hafdís íhugi nú næstu skref og hvort hún fari fram á bætur.
Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira