Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:47 Tegnell segir að fjöldi látinna hafi vakið til umhugsunar hvort að Svíar hefðu brugðist rétt við faraldrinum. AP/Pontus Lundahl/TT Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira