Flugfreyjufélagið og Icelandair funda í dag: „Það er töluvert á milli aðila“ Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 13:16 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Síðasti fundur í deilunni fór fram þann 20. maí síðastliðinn þar sem Flugfreyjufélagið hafnaði „lokatilboði“ Icelandair. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum, en í dag eru tvær vikur frá síðasta fundi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist vera bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Ég fer full bjartsýni á fundinn og er vongóð að við náum einhvern veginn að finna lausn á þessu máli, hvort það verði í dag eða á næstu dögum verður að koma í ljós.“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa farið í það að finna leiðir til lausna og skoða hvernig félagið geti mætt Icelandair í viðræðunum. Verið sé að skoða allar leiðir í þeim efnum. „Við erum að skoða allar leiðir okkar megin og erum sem fyrr með ríkan samningsvilja. Ég trúi því að samninganefnd Icelandair sé það líka,“ segir Guðlaug. Að sögn Guðlaugar verður fróðlegt að sjá hver útgangspunkturinn í viðræðum dagsins verður í ljósi þess að síðasti fundur endaði með því að Icelandair hafnaði móttilboði Flugfreyjufélagsins. Enn sé nokkuð langt í land. „Það er töluvert á milli aðila en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands til fundar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair á miðvikudaginn klukkan 14. Síðast komu samningsaðilar saman þann 20. maí en þar hafnaði flugfreyjufélagið „lokatilboði“ Icelandair sem fól í sér krónutöluhækkanir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. 1. júní 2020 14:16
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01