Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Vésteinn Örn Pétursson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 8. júní 2020 07:38 Herjólfur. Vísir/Vilhelm Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira