Snorri Barón um „vonda karlinn“ í CrossFit málinu: Eins og blanda af Donald Trump og Kára Stefáns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2020 08:00 Greg Glassman sést til hægri að fara yfir málin með starfsfólki sínu. Getty/Linda Davidson CrossFit vörumerkið gæti orðið að engu í framhaldi af rasískum ummælum eigandans. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólkins Söru Sigmundsdóttur og Björgvin Karls Guðmundssonar, var gestur í Harmageddon þættinum á X-inu og fór þar yfir það sem er að gerast í CrossFit heiminum þessa dagana. Það er ljóst að CrossFit íþróttin stendur nú á krossgötum eftir hvirfilbyl síðustu daga. „Það eru allir á tauginni í heiminum og öll frávik mæta svo hörðum dómi þó að þetta sé eitthvað meira en það. Þetta er búið að vera ömurlegt ár og að ég held versta ár sem við öll munum eftir með hverri hörmunginni á fætur annarri. Í stóra samhenginu höfum við Íslendingar sloppið helvíti vel en Bandaríkjamenn og aðrir í heiminum eru bara búnir að hafa það drullskítt. Það gerir það að verkum að það er auðvelt að æsa fólk upp,“ sagði Snorri Barón um allt fjaðrafokið í CrossFit heiminum. „Ég er ekki kominn hingað til að halda uppi vörnum fyrir einum eða neinum en kannski að ég fari aðeins inn í söguna,“ sagði Snorri Barón og hélt áfram: Hann á þetta einn „Greg Glassman á þetta einn. Hann skapaði CrossFit vörumerkið og hann byrjaði þetta sem varð að einhverju mesta æði í heilsu og hreyfingu fyrr og síðar. Um tíma voru sautján þúsund CrossFit stöðvar í heiminum. Hver ein og einasta borgar honum eða hans fyrirtæki gjald gegn því að fá að nota CrossFit vörumerkið og gegn því fá stuðning þaðan í að þjálfa fólk upp í þessu þjálfunarkerfi. Það er búið draga saman fólk alls staðar að, og af öllum stærðum og gerðum, aldri, kynþáttum, undir sama þak til að hreyfa sig á ákveðinn hátt,“ sagði Snorri Barón. „CrossFit sem slíkt er búið að vera jákvæður hlutur frá fyrsta degi og Greg Glassman var upphafsmaðurinn. Auðvitað er þetta búið að vefja upp á sig. Hann sjálfur er búinn að vera í alls konar togi við hinn og þennan. Hann er mikið búinn að vera að djöflast í amerískum heilbrigðisyfirvöldum alla tíð. Á síðustu árum er eins og hann hafi misst svolítið áhugann á keppnishlutanum í CrossFit og vera meira í því að berjast fyrir því að fólk nái tökum á heilsunni sinni,“ sagði Snorri Barón. View this post on Instagram ?? A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) on Jun 8, 2020 at 2:13pm PDT Búinn að senda Coca Cola svo rosalega tóninn „Hann er búinn að senda Coca Cola svo rosalega tóninn og er búinn að hjóla í hinn og þennan í gegnum tíðina. Ég ætla ekki að gefa honum allt kreditið fyrir þetta því það er endalaust af fólki búið að bætast í hópinn og gera gagn,“ sagði Snorri Barón. „Ég vil ekki vera að nafntoga menn og mikið en hann er eins og blanda af Donald Trumo og Kára Stefáns eða eitthvað. Honum er andskotans sama um hvað öðrum finnst um sig, hann sendur mönnum tóninn og setur menn niður. Hann er ósanngjarn. Hann á þetta og má þetta. Hann er ekki búinn að eignast neitt mikið af vinum á leiðinni. Hann er búinn að drottna yfir þessu og vera sá sem allir hræðast. Fólk vill þóknast honum og vill vera réttum megin við hann. Það tipla allir á tánum í kringum hann,“ sagði Snorri Barón um eiganda CrossFit samtakanna. „Ef hann samþykkir þig ekki þá ertu ekki með. Fólk tekur ekki áhættuna á því. Fólk er ekki þarna til að þóknast honum eða gleðja hann neitt sérstaklega en vill bara hafa hann góðan. Það er enginn að hjóla í hann eða að pönkast neitt sérstaklega mikið í honum. Hann er því búinn að gera þetta nákvæmlega eins og honum sýnist,“ sagði Snorri Barón. Búinn að henda öllu upp í háaloft í íþróttinni „Hann er búinn að setja í gang breytingar undanfarin tvö ár sem er búið að henda öllu upp í háaloft í íþróttinni. Hann breytti keppnisfyrirkomulaginu algjörlega. Þetta var mjög skiljanleg íþrótt fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Snorri Barón sem fór yfir allar þær breytingar sem Greg Glassman hefur gert. „Á þessari leið er hann búinn að losa sig við fullt að velvildarmönnum og situr svolítið einn eftir. Það þurfti því ekki marga dropa til að fylla mælinn gagnvart honum. Það voru ansi margir að bíða eftir tækifærinu til að losna við hann,“ sagði Snorri Barón en hvað verður til þess að hann er úthrópaður rasisti núna? „Síðan að þetta atvik gerðist í Minneapolis er búin að vera stanslaus krafa frá öllum sem tengjast CrossFit að CrossFit stigi fram, tjái sig um málið og taki afstöðu. Það hefur ekkert heyrst frá þeim og það er það fyrsta,“ sagði Snorri Barón. „Það sem kveikti eldinn voru samskipti hans við stöðvareigendur því það voru tölvupóstssamskipti opinberuð þar sem hann hegðaði sér algjörlega eins og hálfviti. Hann úthrópaði þar manneskju á mjög eigingjarnan og dónalegan hátt,“ sagði Snorri Barón en það eitt og sér var byrjað að kólna þegar kom að aðalsprengjunni. View this post on Instagram Over the last few days, these companies have distanced themselves from CrossFit. (LINK IN BIO) - #crossfit #crossfitcommunity #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 9, 2020 at 2:31pm PDT Finnst allir vera fífl og fávitar „Honum finnst allir vera fífl og fávitar og þá sérstaklega amerísk heilbrigðisyfirvöld. Honum finnst þeir ekki hafa tekið eina rétta ákvörðun í öllu þessu COVID dæmi. Hann er búinn að vera mjög duglegur á Twitter að benda á hversu mikil heimska er að eiga sér stað þar,“ sagði Snorri Barón. „Þetta er ekki vitleysingur en hann er hvatvís og hann er rosalega taktlaus og dónalegur. Hann er búinn að vera að hamast á Twitter og svo kemur Twitter færsla frá amerískum heilsuyfirvöldum um að rasismi sé heilsuvá. Þá skrifaði hann undir að það sé Floyd-19. Þar er hann að drulla yfir þá og ég leyfi mér að efast um að hann hafi meint þetta rasískt á nokkurn hátt, á þeim tíma skrifaði þetta. Taktleysið er hins vegar svo svakalegt og hann átti enga innistæðu hjá fólki. Það varð því bara allt vitlaust,“ sagði Snorri Barón. „Honum fannst þetta örugglega vera sniðugt og bjóst við því að fá góðar undirtektir við þessu en það var svo aldeilis ekki raunin enda fáránlega taktlaus og án allrar samúðar. Enginn heilbrigður maður myndi á þessum tímum myndi voga sér að koma með eitthvað grín eins og þetta á opinberum vettvangi,“ sagði Snorri Barón. Stórir styrktaraðilar hafa stokkið frá borði og stór hluti íþróttafólksins er búið að taka afstöðu líka. „Þetta breiddist út eins og eldur í sinu, Katrín Tanja reið á vaðið held ég en hún var alla vega langstærsti íþróttamaðurinn sem tók stöðu í þessu máli. Svo fór þetta af stað og er búin að vera flóðbylgja,“ sagði Snorri Barón. CrossFit vörumerkið er í hættu „Eins og staðan er núna þá er nokkuð ljóst að það er skýr krafa um að Greg Glassman taki pokann sinn. Það er samt kannski aðeins erfiðara en að segja það því hann á þetta hundrað prósent. Ef hann hefur hagsmuni þessa samfélags, sem er búið að byggja upp, og þessar íþróttar sem hefur orðið til, í fyrirrúmi þá er það eina skrefið sem hann getur tekið,“ sagði Snorri Barón. Hann sér samt Greg Glassman er ekki gera það og hvað þýðir það þá fyrir CrossFit íþróttina? „Þá held ég að komin inn einhver önnur öfl því það eru ansi stór fyrirtæki búin að fjárfesta verulega í þessari íþrótt. Fólk sem er framúrskarandi í þessari íþróttir eru orðnar alþjóðlegar súperstjörnur. Það að þetta séu einhver endalok getur aldrei mögulega orðið. CrossFit vörumerkið er í hættu og mögulega verður búið til nýtt vörumerki sem allir hoppa saman á,“ sagði Snorri Barón. „Stærsta mögulega breytingin í þessu er að aðrir taki kyndilinn og haldi áfram með þetta án CrossFit. Reebok, Rogue, Nike eða Under Armour því það eru svo mörg vörumerki þarna inni. Ég er ekki búinn að sofa mikið síðustu sólarhringa því það er mikið að gerast á bak við tjöldin. Það eru margir að spjalla saman og stilla saman strengi,“ sagði Snorri Barón. Vonar að Glassman sjái að sér „Mikið vona ég fyrir geðheilsu allra að Glassman raunverulega sjái að sér. Hann er búinn að koma með einhverja krafs afsökunarbeiðni sem bara sturtaði olíu á eldinn. Það er of mikið búið að gerast og hann er búinn að gerast sekur um of mikið dómgreindarleysi til að það muni nokkrir vilja starf með honum áfram. Hann þarf að stíga til hliðar en það er fullt af góðu fólki að vinna þarna sem deilir ekki hans skoðunum. Það er helvíti mikill áfellisdómur og orð eins manns geti fokkað þessu öllu upp,“ sagði Snorri Barón en það má heyra allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
CrossFit vörumerkið gæti orðið að engu í framhaldi af rasískum ummælum eigandans. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólkins Söru Sigmundsdóttur og Björgvin Karls Guðmundssonar, var gestur í Harmageddon þættinum á X-inu og fór þar yfir það sem er að gerast í CrossFit heiminum þessa dagana. Það er ljóst að CrossFit íþróttin stendur nú á krossgötum eftir hvirfilbyl síðustu daga. „Það eru allir á tauginni í heiminum og öll frávik mæta svo hörðum dómi þó að þetta sé eitthvað meira en það. Þetta er búið að vera ömurlegt ár og að ég held versta ár sem við öll munum eftir með hverri hörmunginni á fætur annarri. Í stóra samhenginu höfum við Íslendingar sloppið helvíti vel en Bandaríkjamenn og aðrir í heiminum eru bara búnir að hafa það drullskítt. Það gerir það að verkum að það er auðvelt að æsa fólk upp,“ sagði Snorri Barón um allt fjaðrafokið í CrossFit heiminum. „Ég er ekki kominn hingað til að halda uppi vörnum fyrir einum eða neinum en kannski að ég fari aðeins inn í söguna,“ sagði Snorri Barón og hélt áfram: Hann á þetta einn „Greg Glassman á þetta einn. Hann skapaði CrossFit vörumerkið og hann byrjaði þetta sem varð að einhverju mesta æði í heilsu og hreyfingu fyrr og síðar. Um tíma voru sautján þúsund CrossFit stöðvar í heiminum. Hver ein og einasta borgar honum eða hans fyrirtæki gjald gegn því að fá að nota CrossFit vörumerkið og gegn því fá stuðning þaðan í að þjálfa fólk upp í þessu þjálfunarkerfi. Það er búið draga saman fólk alls staðar að, og af öllum stærðum og gerðum, aldri, kynþáttum, undir sama þak til að hreyfa sig á ákveðinn hátt,“ sagði Snorri Barón. „CrossFit sem slíkt er búið að vera jákvæður hlutur frá fyrsta degi og Greg Glassman var upphafsmaðurinn. Auðvitað er þetta búið að vefja upp á sig. Hann sjálfur er búinn að vera í alls konar togi við hinn og þennan. Hann er mikið búinn að vera að djöflast í amerískum heilbrigðisyfirvöldum alla tíð. Á síðustu árum er eins og hann hafi misst svolítið áhugann á keppnishlutanum í CrossFit og vera meira í því að berjast fyrir því að fólk nái tökum á heilsunni sinni,“ sagði Snorri Barón. View this post on Instagram ?? A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) on Jun 8, 2020 at 2:13pm PDT Búinn að senda Coca Cola svo rosalega tóninn „Hann er búinn að senda Coca Cola svo rosalega tóninn og er búinn að hjóla í hinn og þennan í gegnum tíðina. Ég ætla ekki að gefa honum allt kreditið fyrir þetta því það er endalaust af fólki búið að bætast í hópinn og gera gagn,“ sagði Snorri Barón. „Ég vil ekki vera að nafntoga menn og mikið en hann er eins og blanda af Donald Trumo og Kára Stefáns eða eitthvað. Honum er andskotans sama um hvað öðrum finnst um sig, hann sendur mönnum tóninn og setur menn niður. Hann er ósanngjarn. Hann á þetta og má þetta. Hann er ekki búinn að eignast neitt mikið af vinum á leiðinni. Hann er búinn að drottna yfir þessu og vera sá sem allir hræðast. Fólk vill þóknast honum og vill vera réttum megin við hann. Það tipla allir á tánum í kringum hann,“ sagði Snorri Barón um eiganda CrossFit samtakanna. „Ef hann samþykkir þig ekki þá ertu ekki með. Fólk tekur ekki áhættuna á því. Fólk er ekki þarna til að þóknast honum eða gleðja hann neitt sérstaklega en vill bara hafa hann góðan. Það er enginn að hjóla í hann eða að pönkast neitt sérstaklega mikið í honum. Hann er því búinn að gera þetta nákvæmlega eins og honum sýnist,“ sagði Snorri Barón. Búinn að henda öllu upp í háaloft í íþróttinni „Hann er búinn að setja í gang breytingar undanfarin tvö ár sem er búið að henda öllu upp í háaloft í íþróttinni. Hann breytti keppnisfyrirkomulaginu algjörlega. Þetta var mjög skiljanleg íþrótt fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Snorri Barón sem fór yfir allar þær breytingar sem Greg Glassman hefur gert. „Á þessari leið er hann búinn að losa sig við fullt að velvildarmönnum og situr svolítið einn eftir. Það þurfti því ekki marga dropa til að fylla mælinn gagnvart honum. Það voru ansi margir að bíða eftir tækifærinu til að losna við hann,“ sagði Snorri Barón en hvað verður til þess að hann er úthrópaður rasisti núna? „Síðan að þetta atvik gerðist í Minneapolis er búin að vera stanslaus krafa frá öllum sem tengjast CrossFit að CrossFit stigi fram, tjái sig um málið og taki afstöðu. Það hefur ekkert heyrst frá þeim og það er það fyrsta,“ sagði Snorri Barón. „Það sem kveikti eldinn voru samskipti hans við stöðvareigendur því það voru tölvupóstssamskipti opinberuð þar sem hann hegðaði sér algjörlega eins og hálfviti. Hann úthrópaði þar manneskju á mjög eigingjarnan og dónalegan hátt,“ sagði Snorri Barón en það eitt og sér var byrjað að kólna þegar kom að aðalsprengjunni. View this post on Instagram Over the last few days, these companies have distanced themselves from CrossFit. (LINK IN BIO) - #crossfit #crossfitcommunity #morningchalkup A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 9, 2020 at 2:31pm PDT Finnst allir vera fífl og fávitar „Honum finnst allir vera fífl og fávitar og þá sérstaklega amerísk heilbrigðisyfirvöld. Honum finnst þeir ekki hafa tekið eina rétta ákvörðun í öllu þessu COVID dæmi. Hann er búinn að vera mjög duglegur á Twitter að benda á hversu mikil heimska er að eiga sér stað þar,“ sagði Snorri Barón. „Þetta er ekki vitleysingur en hann er hvatvís og hann er rosalega taktlaus og dónalegur. Hann er búinn að vera að hamast á Twitter og svo kemur Twitter færsla frá amerískum heilsuyfirvöldum um að rasismi sé heilsuvá. Þá skrifaði hann undir að það sé Floyd-19. Þar er hann að drulla yfir þá og ég leyfi mér að efast um að hann hafi meint þetta rasískt á nokkurn hátt, á þeim tíma skrifaði þetta. Taktleysið er hins vegar svo svakalegt og hann átti enga innistæðu hjá fólki. Það varð því bara allt vitlaust,“ sagði Snorri Barón. „Honum fannst þetta örugglega vera sniðugt og bjóst við því að fá góðar undirtektir við þessu en það var svo aldeilis ekki raunin enda fáránlega taktlaus og án allrar samúðar. Enginn heilbrigður maður myndi á þessum tímum myndi voga sér að koma með eitthvað grín eins og þetta á opinberum vettvangi,“ sagði Snorri Barón. Stórir styrktaraðilar hafa stokkið frá borði og stór hluti íþróttafólksins er búið að taka afstöðu líka. „Þetta breiddist út eins og eldur í sinu, Katrín Tanja reið á vaðið held ég en hún var alla vega langstærsti íþróttamaðurinn sem tók stöðu í þessu máli. Svo fór þetta af stað og er búin að vera flóðbylgja,“ sagði Snorri Barón. CrossFit vörumerkið er í hættu „Eins og staðan er núna þá er nokkuð ljóst að það er skýr krafa um að Greg Glassman taki pokann sinn. Það er samt kannski aðeins erfiðara en að segja það því hann á þetta hundrað prósent. Ef hann hefur hagsmuni þessa samfélags, sem er búið að byggja upp, og þessar íþróttar sem hefur orðið til, í fyrirrúmi þá er það eina skrefið sem hann getur tekið,“ sagði Snorri Barón. Hann sér samt Greg Glassman er ekki gera það og hvað þýðir það þá fyrir CrossFit íþróttina? „Þá held ég að komin inn einhver önnur öfl því það eru ansi stór fyrirtæki búin að fjárfesta verulega í þessari íþrótt. Fólk sem er framúrskarandi í þessari íþróttir eru orðnar alþjóðlegar súperstjörnur. Það að þetta séu einhver endalok getur aldrei mögulega orðið. CrossFit vörumerkið er í hættu og mögulega verður búið til nýtt vörumerki sem allir hoppa saman á,“ sagði Snorri Barón. „Stærsta mögulega breytingin í þessu er að aðrir taki kyndilinn og haldi áfram með þetta án CrossFit. Reebok, Rogue, Nike eða Under Armour því það eru svo mörg vörumerki þarna inni. Ég er ekki búinn að sofa mikið síðustu sólarhringa því það er mikið að gerast á bak við tjöldin. Það eru margir að spjalla saman og stilla saman strengi,“ sagði Snorri Barón. Vonar að Glassman sjái að sér „Mikið vona ég fyrir geðheilsu allra að Glassman raunverulega sjái að sér. Hann er búinn að koma með einhverja krafs afsökunarbeiðni sem bara sturtaði olíu á eldinn. Það er of mikið búið að gerast og hann er búinn að gerast sekur um of mikið dómgreindarleysi til að það muni nokkrir vilja starf með honum áfram. Hann þarf að stíga til hliðar en það er fullt af góðu fólki að vinna þarna sem deilir ekki hans skoðunum. Það er helvíti mikill áfellisdómur og orð eins manns geti fokkað þessu öllu upp,“ sagði Snorri Barón en það má heyra allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira