Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 10:45 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta. Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta.
Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06