Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 14.
Á fundinum verður farið yfir breytingar á reglum um komu ferðamanna til landsins, en þær taka gildi þann 15. júní næstkomandi.
Ásamt Áslaugu Örnu verða þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum og munu þeir einnig sitja fyrir svörum.
Hér að neðan má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu en hann verður jafnframt sýndur á Stöð 2 Vísi. Þá verður bein textalýsing hér að neðan.