Senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja til að sjá um skimun Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 15:02 Víðir Reynisson kynnti áformin á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira