Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2020 13:20 Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. Magnús Hlynur Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira