Tálgar fugla og rúntar um á rafmagnshlaupahjóli sínu 80 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 21:44 „Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
„Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira