Norðurá að detta í 100 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2020 07:55 Lax í Norðurá, Norðurá er að detta í 100 laxa veidda. Það er ólíkt að líkja saman byrjuninni á þessu sumri og veiðisumrinu 2019 en til þessa hafa þessir fyrstu dagar veiðisumarsins staðið undir væntingum. Veiðin í Norðurá er farin að detta í sinn gamla gír en vatnið í ánni er eins og veiðimenn eiga að venjast á þessum árstíma og stígandi er í laxgengd eins og búast mátti við. Þetta er ansi ólíkt því hvernig staðan var í fyrra þegar það var bæði lítið vatn og lítið af fiski að ganga. Fiskifræðingar voru búnir að spá því að þetta yrði gott sumar og það virðist vera að koma á daginn en það skal þó engu að síður stíga varlega til jarðar því það er ekki óþekkt að tímabilin byrji vel en klári síðan bara á meðal ári. Meðalár væri engu að síður bara gott eftir hörmungarnar í fyrra. Hollinu sem hefur verið við veiðar um helgina hefur gengið vel og er skipað nokkrum stórum nöfnum í veiðiheiminum og þegar þannig veiðimenn standa vaktina er ljóst að tölurnar taka við sér þegar það er fiskur til að taka. Norðurá er líklega að detta í um 100 laxa en gæti þó engu að síður verið komin yfir þá tölu í morgun. Nú fara veiðitölur að detta inn öll miðvikudagskvöld inná vef Landssambands Veiðifélaga á www.angling.is og má reikna með að fyrstu tölur komi vonandi inn núna næsta miðvikudag. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði
Það er ólíkt að líkja saman byrjuninni á þessu sumri og veiðisumrinu 2019 en til þessa hafa þessir fyrstu dagar veiðisumarsins staðið undir væntingum. Veiðin í Norðurá er farin að detta í sinn gamla gír en vatnið í ánni er eins og veiðimenn eiga að venjast á þessum árstíma og stígandi er í laxgengd eins og búast mátti við. Þetta er ansi ólíkt því hvernig staðan var í fyrra þegar það var bæði lítið vatn og lítið af fiski að ganga. Fiskifræðingar voru búnir að spá því að þetta yrði gott sumar og það virðist vera að koma á daginn en það skal þó engu að síður stíga varlega til jarðar því það er ekki óþekkt að tímabilin byrji vel en klári síðan bara á meðal ári. Meðalár væri engu að síður bara gott eftir hörmungarnar í fyrra. Hollinu sem hefur verið við veiðar um helgina hefur gengið vel og er skipað nokkrum stórum nöfnum í veiðiheiminum og þegar þannig veiðimenn standa vaktina er ljóst að tölurnar taka við sér þegar það er fiskur til að taka. Norðurá er líklega að detta í um 100 laxa en gæti þó engu að síður verið komin yfir þá tölu í morgun. Nú fara veiðitölur að detta inn öll miðvikudagskvöld inná vef Landssambands Veiðifélaga á www.angling.is og má reikna með að fyrstu tölur komi vonandi inn núna næsta miðvikudag.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði