Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 11:42 Norræna við höfnina á Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála hjá flugvél Landhelgisgæslunnar. Ekkert verður því af sýnatökunni segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF átti að fljúga með teymi sýnatökufólks til Færeyja í dag. Fljúga átti fyrst frá Reykjavík með þrjá heilbrigðisstarfsmenn, stoppa á Egilsstöðum þar sem til stóð að sækja fjóra heilbrigðisstarfsmenn og svo fljúga með þá til Færeyja. Fresta þurfti ferðinni í morgun vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en Norræna leggur af stað frá Færeyjum til Íslands klukkan tólf á hádegi frá Þórshöfn í Færeyjum og á að koma til Seyðisfjarðar klukkan níu í fyrramálið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að farþegar verði skimaðir við komuna á Seyðisfirði. Breytingar tóku í dag gildi á sóttvarnaráðstöfunum vegna komu farþega til Íslands frá svæðum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem áhættusvæði. Reglugerð heilbrigðisráðherra segir fyrir um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna kórónuveirunnar. Sýnataka hófst á Keflavíkurflugvelli í morgun við komu farþega til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Færeyjar Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Norræna Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála hjá flugvél Landhelgisgæslunnar. Ekkert verður því af sýnatökunni segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF átti að fljúga með teymi sýnatökufólks til Færeyja í dag. Fljúga átti fyrst frá Reykjavík með þrjá heilbrigðisstarfsmenn, stoppa á Egilsstöðum þar sem til stóð að sækja fjóra heilbrigðisstarfsmenn og svo fljúga með þá til Færeyja. Fresta þurfti ferðinni í morgun vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en Norræna leggur af stað frá Færeyjum til Íslands klukkan tólf á hádegi frá Þórshöfn í Færeyjum og á að koma til Seyðisfjarðar klukkan níu í fyrramálið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að farþegar verði skimaðir við komuna á Seyðisfirði. Breytingar tóku í dag gildi á sóttvarnaráðstöfunum vegna komu farþega til Íslands frá svæðum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem áhættusvæði. Reglugerð heilbrigðisráðherra segir fyrir um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna kórónuveirunnar. Sýnataka hófst á Keflavíkurflugvelli í morgun við komu farþega til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Færeyjar Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Norræna Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00
Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22