Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Íbúar hverfis í Peking bíða þess að komast í sýnatöku. Getty/Lintao Zhang Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54