Sara og Björgvin Karl kepptu á heimavelli en þeirra fólk mátti samt ekki hvetja þau áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Björgvin Karl og Sara Sigmundsdóttir halda áfram að gera það gott í CrossFit. vísir/vilhelm Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira