Dusty hefja leika á Norður-Evrópu mótinu í League of Legends og verða í beinni á BBC Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 13:30 Dusty hefur leik í alvöru stórmóti í kvöld. vísir Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum). Rafíþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum).
Rafíþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira