Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. júní 2020 21:17 Frá Siglufirði í dag Vísir/ Jóhann K. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. „Það er náttúrulega óvissuástand en að öðru leyti veit maður ósköp lítið. Reynir bara að vera tilbúinn fyrir það sem gæti gerst, hvað sem það nú verður. Eðlilega er fólki brugðið en á sama tíma heldur það ró sinni og yfirvegun,“ sagði Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 en íbúar sveitarfélagsins hafa, líkt og íbúar víðar á Norðurlandi, fundið fyrir náttúruöflunum í formi mikillar jarðskjálftavirkni síðustu daga. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra fundaði á svæðinu í dag og segir Elías að farið hafi verið yfir stöðuna, hvar upptök skjálftanna eru og hvort þeir nálgist Húsavík. Elías sagði sveitarfélögin á Tröllaskaga vera eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta. „Algjörlega, ég tel þau eins reiðubúin og þú getur verið undir svona mikla óvissu,“ sagði bæjarstjórinn. Almannavarnir hafa hvatt íbúa á skjálftasvæðum til þess að vera á varðbergi þar sem ekki er hægt að útiloka stærri skjálfta. Frá því að jarðskjálftahrinan hófst á föstudagskvöld hafa yfir 2000 skjálftar mælst og þar af yfir 70 sem mældust stærri en 3,0. „Við verðum bara að búa okkur undir það að gætu orðið stærri skjálftar á svæðinu. Við vitum það að stærri skjálftar þeir koma í framhaldi af svona hrinum. Við erum með ágætisheimildir um náttúruöflin,“ sagði Kristín Jónsdóttir hjá Náttúruvárvöktun Veðurstofunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ofanflóðasérfræðinga á Akureyri í dag og flaug með á svæðið til þess að meta aðstæður í fjöllum þar sem grjót hefur hrunið. Þá er varðskipið Þór væntanlegt frá Ísafirði inn í Eyjafjörð til þess að vera til taks komi harðari skjálftar. TF-EIR er mætt á norðurlandið.Vísir/Jóhann K. Fréttastofa ræddi við íbúa og gesti á Siglufirði í dag og höfðu viðmælendur mismunandi sögu að segja frá upplifun sinni af skjálftahrinunni. „Ég var bara að dansa og eitthvað, svo allt í einu byrjaði ég að hristast og ég vissi ekki hvað var að gerast. Svo kíkti ég á rúðurnar og þær voru byrjaðar að hristast svo þegar hann var búinn þá spurði ég ömmu mína hvað þetta hafi verið, því ég hef aldrei upplifað jarðskjálfta,“ sagði Birgitta Elín Guðlaugsdóttir en amma hennar, Erla Svanbergsdóttir, sagðist ekki hafa vaknað við smáskjálftana í nótt en segir að skjálftarnir hafi verið sterkir í gær. „Þeir voru sterkir í gær, með miklum hávaða og látum og það er það sem að fer svolítið í mann,“ sagði Erla. „Eftir einn kippinn í gær þá tókum við niður myndir og úr hillum og svoleiðis,“ sagði Guðjón Jóhannsson sem var að vinna í stiga þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Hann sagðist ekkert hugsa um það hvort jarðskjálfti geti orðið á meðan. „Maður hugsar ekkert um það, það var áðan smákippur,“ sagði Guðjón og kvaðst ekki hafa orðið var við það að íbúar eða gestir á Siglufirði væru skelkaðir vegna stöðunnar. „Ég er bara að mála.“ Guðjón var óhræddur við jarðskjálftana og málaði eins og óður maður í dag.Vísir/ Jóhann K. Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sagði þá að eitthvað hefði verið um tilkynningar um tjón eftir skjálftann. „Það var eitthvað af því að brotnað hafi glerdót og hrunið af veggjum og svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það er ákveðinn kvíði í fólki því verður ekki neitað. Hræðsla er ábyggilega fyrir hendi þó menn vilji ekki viðurkenna það svona almennt. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. „Það er náttúrulega óvissuástand en að öðru leyti veit maður ósköp lítið. Reynir bara að vera tilbúinn fyrir það sem gæti gerst, hvað sem það nú verður. Eðlilega er fólki brugðið en á sama tíma heldur það ró sinni og yfirvegun,“ sagði Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 en íbúar sveitarfélagsins hafa, líkt og íbúar víðar á Norðurlandi, fundið fyrir náttúruöflunum í formi mikillar jarðskjálftavirkni síðustu daga. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra fundaði á svæðinu í dag og segir Elías að farið hafi verið yfir stöðuna, hvar upptök skjálftanna eru og hvort þeir nálgist Húsavík. Elías sagði sveitarfélögin á Tröllaskaga vera eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta. „Algjörlega, ég tel þau eins reiðubúin og þú getur verið undir svona mikla óvissu,“ sagði bæjarstjórinn. Almannavarnir hafa hvatt íbúa á skjálftasvæðum til þess að vera á varðbergi þar sem ekki er hægt að útiloka stærri skjálfta. Frá því að jarðskjálftahrinan hófst á föstudagskvöld hafa yfir 2000 skjálftar mælst og þar af yfir 70 sem mældust stærri en 3,0. „Við verðum bara að búa okkur undir það að gætu orðið stærri skjálftar á svæðinu. Við vitum það að stærri skjálftar þeir koma í framhaldi af svona hrinum. Við erum með ágætisheimildir um náttúruöflin,“ sagði Kristín Jónsdóttir hjá Náttúruvárvöktun Veðurstofunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ofanflóðasérfræðinga á Akureyri í dag og flaug með á svæðið til þess að meta aðstæður í fjöllum þar sem grjót hefur hrunið. Þá er varðskipið Þór væntanlegt frá Ísafirði inn í Eyjafjörð til þess að vera til taks komi harðari skjálftar. TF-EIR er mætt á norðurlandið.Vísir/Jóhann K. Fréttastofa ræddi við íbúa og gesti á Siglufirði í dag og höfðu viðmælendur mismunandi sögu að segja frá upplifun sinni af skjálftahrinunni. „Ég var bara að dansa og eitthvað, svo allt í einu byrjaði ég að hristast og ég vissi ekki hvað var að gerast. Svo kíkti ég á rúðurnar og þær voru byrjaðar að hristast svo þegar hann var búinn þá spurði ég ömmu mína hvað þetta hafi verið, því ég hef aldrei upplifað jarðskjálfta,“ sagði Birgitta Elín Guðlaugsdóttir en amma hennar, Erla Svanbergsdóttir, sagðist ekki hafa vaknað við smáskjálftana í nótt en segir að skjálftarnir hafi verið sterkir í gær. „Þeir voru sterkir í gær, með miklum hávaða og látum og það er það sem að fer svolítið í mann,“ sagði Erla. „Eftir einn kippinn í gær þá tókum við niður myndir og úr hillum og svoleiðis,“ sagði Guðjón Jóhannsson sem var að vinna í stiga þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Hann sagðist ekkert hugsa um það hvort jarðskjálfti geti orðið á meðan. „Maður hugsar ekkert um það, það var áðan smákippur,“ sagði Guðjón og kvaðst ekki hafa orðið var við það að íbúar eða gestir á Siglufirði væru skelkaðir vegna stöðunnar. „Ég er bara að mála.“ Guðjón var óhræddur við jarðskjálftana og málaði eins og óður maður í dag.Vísir/ Jóhann K. Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sagði þá að eitthvað hefði verið um tilkynningar um tjón eftir skjálftann. „Það var eitthvað af því að brotnað hafi glerdót og hrunið af veggjum og svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það er ákveðinn kvíði í fólki því verður ekki neitað. Hræðsla er ábyggilega fyrir hendi þó menn vilji ekki viðurkenna það svona almennt.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira